Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
   mið 04. september 2024 22:38
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Ingi: Væri skrítið að vera sáttur við að vera ekki í hópnum
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason
Ólafur Ingi Skúlason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Dejan Djuric var ekki valinn í hópinn
Danijel Dejan Djuric var ekki valinn í hópinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason, nýr þjálfari U21 árs landsliðs karla, er brattur fyrir komandi leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Hann talaði við Fótbolta.net um aðdragandann að nýja starfinu, samkeppnina og möguleika liðsins í riðlinum.

Í sumar var Ólafur ráðinn þjálfari U21 eftir að hafa stýrt U19 ára landsliði karla við góðan orðstír, þar sem hann kom liðinu á lokamót EM.

Ólafur teki við starfinu af Davíð Snorra Jónassyni sem var ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðsins.

„Ég náttúrlega var bara í mínu starfi hjá U19 og svo þegar Davíð fer upp þá fór í gang vinna sem framkvæmdastjóri og formaður fóru í gegnum og uppi stóð að mér var boðið starfið og það er bara mjög gleðilegt.“

„Klárlega. Mér þótti mjög gaman að þjálfa U19 ára liðið en þetta er líka mjög spennandi og skemmtilegt verkefni þannig ég er mjög sáttur,“
sagði Ólafur við Fótbolta.net.

Hann er gríðarlega spenntur fyrir verkefninu en markmiðið er að reyna koma U21 á EM.

„Mjög vel. Skemmtilegt að ég er að fara stýra mínum fyrsta landsleik á heimavelli, sem er mjög gaman. Við eigum þrjá af síðustu fjórum leikjum okkar heima sem er eitthvað sem við verðum að láta telja og þetta er bara verðugt en skemmtilegt verkefni.“

„Ef að við náum upp svona okkar bestu leikjum þá er þetta auðvitað hörkuriðill og mjög þéttur. Liðin hafa verið að tína stig af hvort örðu en við þurfum að ná að komast algerlega upp á topp og ná góðri frammistöðu í leiknum á föstudaginn og á þriðjudaginn á móti Wales.“

„Við erum ófeimnir við að segja það að við viljum eins og við getum komist á þessi stórmót og það skiptir miklu máli fyrir okkar leikmenn sem stækkar gluggann fyrir þá fyrir lið erlendis og reynslan sem er stór og mikil. Þeir eru ófáir hérna sem hafa fengið þessa reynslu, bæði með U19 og U21, þegar þeir fóru síðast. Það er alltaf planið, að sjálfsögðu.“


Fyrsti leikur Ólafs sem þjálfari liðsins er gegn toppliði Danmerkur en hann fer fram á Víkingsvelli á föstudag. Danir hafa ekki enn tapað leik í riðlinum.

„Mér líst mjög vel á þá. Danir eru með gott lið en við erum það líka. Þetta verður hörku barátta og það er oft þannig í alþjóðlegum fótbolta og mikið undir þannig ég býst við taktískum hörkuleik sem við erum klárír í og ég met að við eigum góðan möguleika á að vinna Danina.“

„Já, ég er alveg klár á því að við erum með lið í það. Hér hefur okkur gengið vel í gegnum árin þannig við erum bara brattir fyrir leikinn á föstudaginn,“
sagði Ólafur sem þekkir mörg andlit í landsliðshóp sínum.

„Ég þekki mjög marga af þeim og þekki auðvitað alla, en hef þjálfað stórt mengi hér áður og þetta eru bara allt saman bæði hörkuspilara, frábærir einstaklingar og góðir drengir. Þeir eru með hjarta fyrir land og þjóð og við ætlum að sýna það á föstudaginn.“

Skilur viðbrögð Danijels

Ólafur valdi sinn fyrsta hóp í lok ágúst en sagði það erfitt að velja hópinn enda margir sem gerðu tilkall.

„Já, að sjálfsögðu. Það eru margir sem að gera tilkall og gríðarleg samkeppni um sæti. Bæði þeir sem eru hérna og þeir sem eru fyrir utan að halda áfram að vinna í sínum leik. Það er alltaf mikil samkeppni sem er mikið gleðiefni,“ sagði Ólafur, sem var þá spurður út í viðbrögð Danijels Dejan Djuric, leikmanns Víkings, sem lét vita af því að hann væri ósáttur með að vera ekki í hópnum eftir 3-2 sigurinn á Val.

Danijel átti hörkuframmistöðu í endurkomu Víkinga, sem var hans svar við því að vera ekki valinn. Ólafur Ingi segis

„Eðlilega. Það væri skrítið að vera sáttur við að vera ekki hópnum og það er bara gott og blessað. Menn eiga ekki að vera ánægðir ef þeir eru ekki valdir, en eins og hann sagði sjálfur, var að svara inn á vellinum og hann verður að halda því áfram,“ sagði hann í lokin.

Ísland mætir Dönum á Víkingsvellinum á föstudag og síðan Wales á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner