Á morgun leikur Liverpool gegn belgíska liðinu Union Saint-Gilloise í Evrópudeildinni. Bræður munu berjast í leiknum en Alexis Mac Allister mætir bróðir sínum Kevin sem spilar fyrir Union.
„Það er mikil eftirvænting í fjölskyldunni. Pabbi þeirra er mættur. Þetta er stór stund fyrir þá klárlega. Þetta er mikil fótboltafjölskylda, þeir eiga annan bróðir sem er í boltanum. Frændi þeirra er atvinnumaður og pabbi þeirra var það," segir Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
„Það er mikil eftirvænting í fjölskyldunni. Pabbi þeirra er mættur. Þetta er stór stund fyrir þá klárlega. Þetta er mikil fótboltafjölskylda, þeir eiga annan bróðir sem er í boltanum. Frændi þeirra er atvinnumaður og pabbi þeirra var það," segir Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
„Ég er nokkuð viss um að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldumeðlimir mætast á fótboltavellinum en þetta er sérstök stund fyrir þá. Sem bræður þá elska þeir hvorn annan en bræður kljást líka af og til."
„Þetta er skemmtileg hliðarsaga en verður vonandi ekki aðalsagan þegar leiknum er lokið."
Leikur Liverpool og Union Saint-Gilloise verður klukkan 19 annað kvöld. Þess má geta að Klopp staðfesti á fréttamannafundi í dag að Cody Gakpo yrði ekki leikfær fyrir leikinn en hann fór meiddur af velli gegn Tottenham.
“Hopefully you don’t enjoy it, I want you to suffer.” ????@alemacallister enjoyed a catch up with his brother @KMacallister30 ahead of our @EuropaLeague meeting on Thursday ???? pic.twitter.com/KVaEhioYQK
— Liverpool FC (@LFC) October 4, 2023
Athugasemdir