Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   sun 05. febrúar 2023 18:33
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Tíu Bæjarar kláruðu Wolfsburg
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Wolfsburg 2 - 4 FC Bayern
0-1 Kingsley Coman ('9)
0-2 Kingsley Coman ('14)
0-3 Thomas Müller ('19)
1-3 Jakub Kaminski ('44)
1-4 Jamal Musiala ('73)
2-4 Mattias Svanberg ('81)
Rautt spjald: Joshua Kimmich, Bayern ('54)


FC Bayern heimsótti Wolfsburg í þýsku deildinni í dag og þurftu Bæjarar sigur eftir þrjú jafntefli í röð.

Hungur sóknarmanna Bayern var augljóst á upphafsmínútum leiksins enda voru þeir komnir í þriggja marka forystu eftir 20 mínútna leik.

Heimamenn í Wolfsburg spiluðu þó góðan leik og þá sérstaklega eftir leikhlé. Þeim tókst að minnka muninn fyrir leikhlé og svo var Joshua Kimmich rekinn af velli úr liði Bayern með tvö gul spjöld.

Wolfsburg sótti stíft í síðari hálfleik en fann lítið af glufum á sterkri vörn Bayern. Tíu Bæjarar kláruðu þó andstæðinga sína með marki frá Jamal Musiala á 73. mínútu.

Mattias Svanberg minnkaði muninn fyrir Wolfsburg sem tókst þó ekki að komast nær og lokatölur 2-4 fyrir Bayern, sem endurheimti þar með toppsæti deildarinnar.

Bayern er með eins stigs forystu á Union Berlin eftir 20 umferðir á meðan Wolfsburg situr eftir í sjöunda sæti, fimm stigum frá Evrópubaráttunni.

Stuttgart 0 - 2 Werder Bremen
0-1 J. Stage ('59)
0-2 M. Ducksch ('77)

Fallbaráttulið Stuttgart tók þá á móti Werder Bremen og var staðan markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik.

Gestirnir frá Bremen skoruðu tvö mörk í síðari hálfleik og nægðu þau gegn bitlausum heimamönnum sem voru þó duglegir að koma sér í góðar sóknarstöður en tókst ekki að setja boltann í netið.

Stuttgart er áfram í fallsæti eftir tapið á meðan Bremen er í efri hluta deildarinnar, sex stigum frá Evrópusæti.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 18 16 2 0 71 14 +57 50
2 Dortmund 18 11 6 1 35 17 +18 39
3 Hoffenheim 17 10 3 4 35 21 +14 33
4 Stuttgart 18 10 3 5 33 26 +7 33
5 RB Leipzig 17 10 2 5 33 24 +9 32
6 Leverkusen 17 9 2 6 34 25 +9 29
7 Eintracht Frankfurt 18 7 6 5 38 39 -1 27
8 Freiburg 18 6 6 6 29 31 -2 24
9 Union Berlin 18 6 6 6 24 27 -3 24
10 Köln 18 5 5 8 27 30 -3 20
11 Gladbach 18 5 5 8 23 29 -6 20
12 Wolfsburg 18 5 4 9 27 38 -11 19
13 Hamburger 18 4 6 8 17 27 -10 18
14 Werder 17 4 6 7 21 34 -13 18
15 Augsburg 18 4 4 10 20 35 -15 16
16 St. Pauli 18 3 4 11 16 31 -15 13
17 Heidenheim 18 3 4 11 17 39 -22 13
18 Mainz 18 2 6 10 18 31 -13 12
Athugasemdir
banner
banner