Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fim 05. mars 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ter Stegen á förum? - Sagður ósáttur við æfingar
Framtíð Marc-Andre ter Stegen, eins besta markvarðar í heimi, er víst í óvissu.

Fram kom í þættinum Club de la Mitjanit á Catalunya Rádio að Ter Stegen væri ósáttur við það hversu lítið sé æft hjá Barcelona.

Fram kemur þó á ESPN að Barcelona muni bjóða markverðinum nýjan samning og það sé í forgangi hjá Josep Maria Bartomeu, forseta félagsins. Núgildandi samningur hans rennur út 2022.

Hinn 27 ára gamli Ter Stegen gekk í raðir Barcelona frá Borussia Mochengladbach árið 2014 fyrir 12 milljónir evra.

Hann hefur sannað sig sem einn besti markvörður í heimi, en þó er ekki víst að hann verði aðalmarkvörður Þýskalands á EM í sumar. Hann er þar í baráttu við Manuel Neuer, markvörð Bayern - alvöru samkeppni.

Sjá einnig:
Myndband: Ter Stegen með rosalega markvörslu


Athugasemdir
banner