Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fös 05. júlí 2019 22:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Það er mikilvægt að menn núna stígi upp
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar sóttu Gróttumenn heim á Vivaldivöllinn þegar 10.Umferð Inkasso deildar karla hélt áfram í kvöld.
Njarðvíkingar höfðu fyrir leikinn verið í hálfgerðu frjálsu falli undanfarið en það átti ekki eftir að breytast í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 3 -  1 Njarðvík

„Virkilega svekkjandi að vera bara tapa yfir höfuð, við gerðum vel í fyrri hálfleik og sköpuðum færi til að skora og rétt áður en þeir skora þá fengum við dauðafæri sem hefði getað dottið en við skoruðum ekki úr því og fengum á okkur mark í staðin og það braut okkur of mikið." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn.

„Það var að spila í rauninni eins og við spiluðum fyrri hálfleikinn, við vorum þéttir og vorum að sækja og reyna fá þessi færi til þess að skora og það gekk svona ágætlega upp þessar fyrstu fjörttíu og eitthvað mínúturnar en mesta áhyggjuefnið er hversu fljótir við erum að svekkja okkur á því að fá á okkur mark og komum ekki nógu sterkir í seinni hálfleikinn." 

Athygli vakti að hæðin á Gróttu var heldur meiri en á liði Njarðvíkur en voru Njarðvíkingar meðvitaðir um það og þær hættur sem gætu fylgt.
„Já, þeir eru með stóra stráka og það er augljóst svo sem en við eigum samt að getað gert betur í ýmsum þáttum sem dæmi í markinu eigum við að gera betur áður en hann kemst í skallafæri." 

Njarðvíkingar hafa verið í frjálsu falli síðan þeir sigruðu nágranna sína í Keflavík í 16-liða úrslitum bikarsins en síðan þá hafa 7 leikir í röð tapast en er full snemmt að fara tala um krísu?
„Já, það er ekki gott að tapa leikjum og við erum í þessu til að vinna leiki og ná í stig og auðvitað er það vont en við þurfum núna að halda áfram, það er nóg af leikjum eftir og við erum að breyta líka hópnum okkar aðeins núna og styrkja hann og vonandi hefur það jákvæð áhrif á framtíðina.
„Ef þú tapar og ætlar að tengja samann nokkra fótbotlaleiki með tapi að þá nátturlega er það vont og er það sem skilgreiningin á krísu er nákvæmlega en við erum nátturlega mjög svekktir með að tapa leikjum og tapa leik yfir höfuð og hvað þá ef þú ætlar að tengja þá saman þá nátturlega erum við ósáttir með það og viljum ekki vera þar og erum orðnir þreyttir á að hlusta á aðra fagna eftir leiki." 

Nokkur ný nöfn voru á skýrslu Njarðvíkur í leiknum í dag en eigum við von á frekari breytingum áður en mánuðurinn er allur?
„Nei, ekki eins og staðan er núna, ánægður með þessa menn sem eru að koma inn hjá okkur og vonandi ná þeir ásamt þeim leikmönnum sem voru fyrir hjá okkur að breyta gengi liðsins og það er mikilvægt að menn núna stígi upp og klári það sem eftir er af seasoninu af krafti."

Nánar er rætt við Rafn Markús í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir