Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   fös 05. júlí 2019 22:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Það er mikilvægt að menn núna stígi upp
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar sóttu Gróttumenn heim á Vivaldivöllinn þegar 10.Umferð Inkasso deildar karla hélt áfram í kvöld.
Njarðvíkingar höfðu fyrir leikinn verið í hálfgerðu frjálsu falli undanfarið en það átti ekki eftir að breytast í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 3 -  1 Njarðvík

„Virkilega svekkjandi að vera bara tapa yfir höfuð, við gerðum vel í fyrri hálfleik og sköpuðum færi til að skora og rétt áður en þeir skora þá fengum við dauðafæri sem hefði getað dottið en við skoruðum ekki úr því og fengum á okkur mark í staðin og það braut okkur of mikið." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn.

„Það var að spila í rauninni eins og við spiluðum fyrri hálfleikinn, við vorum þéttir og vorum að sækja og reyna fá þessi færi til þess að skora og það gekk svona ágætlega upp þessar fyrstu fjörttíu og eitthvað mínúturnar en mesta áhyggjuefnið er hversu fljótir við erum að svekkja okkur á því að fá á okkur mark og komum ekki nógu sterkir í seinni hálfleikinn." 

Athygli vakti að hæðin á Gróttu var heldur meiri en á liði Njarðvíkur en voru Njarðvíkingar meðvitaðir um það og þær hættur sem gætu fylgt.
„Já, þeir eru með stóra stráka og það er augljóst svo sem en við eigum samt að getað gert betur í ýmsum þáttum sem dæmi í markinu eigum við að gera betur áður en hann kemst í skallafæri." 

Njarðvíkingar hafa verið í frjálsu falli síðan þeir sigruðu nágranna sína í Keflavík í 16-liða úrslitum bikarsins en síðan þá hafa 7 leikir í röð tapast en er full snemmt að fara tala um krísu?
„Já, það er ekki gott að tapa leikjum og við erum í þessu til að vinna leiki og ná í stig og auðvitað er það vont en við þurfum núna að halda áfram, það er nóg af leikjum eftir og við erum að breyta líka hópnum okkar aðeins núna og styrkja hann og vonandi hefur það jákvæð áhrif á framtíðina.
„Ef þú tapar og ætlar að tengja samann nokkra fótbotlaleiki með tapi að þá nátturlega er það vont og er það sem skilgreiningin á krísu er nákvæmlega en við erum nátturlega mjög svekktir með að tapa leikjum og tapa leik yfir höfuð og hvað þá ef þú ætlar að tengja þá saman þá nátturlega erum við ósáttir með það og viljum ekki vera þar og erum orðnir þreyttir á að hlusta á aðra fagna eftir leiki." 

Nokkur ný nöfn voru á skýrslu Njarðvíkur í leiknum í dag en eigum við von á frekari breytingum áður en mánuðurinn er allur?
„Nei, ekki eins og staðan er núna, ánægður með þessa menn sem eru að koma inn hjá okkur og vonandi ná þeir ásamt þeim leikmönnum sem voru fyrir hjá okkur að breyta gengi liðsins og það er mikilvægt að menn núna stígi upp og klári það sem eftir er af seasoninu af krafti."

Nánar er rætt við Rafn Markús í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner