Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   mán 05. ágúst 2024 22:35
Haraldur Örn Haraldsson
Sveinn Gísli: Gaman að fá loksins að spila eitthvað
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Sveinn Gísli Þorkelsson leikmaður Víkings kom inn af bekknum í dag gegn FH og lagði upp 2 mörk í 3-2 sigri. Hann hefur lítið komið við sögu fyrir Víkinga á tímabilinu en hann var ánægður með sigurinn í kvöld og að fá að spila.


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Þetta var bara ógeðslega gaman og gaman að fá að loksins spila eitthvað."

Staðan var orðin 2-1 fyrir FH eftir aðeins 11 mínútur af leiknum. Sveinn þurfti að sætta sig við þarna í byrjun að sitja á bekknum og horfa á.

„Þetta var skemmtilegur leikur til að byrja með. Það var kannski smá þreyta í mönnum eða eitthvað svoleiðis, en þegar þeir kveikja á sér þá er þetta bara sí svona sko."

Það tók Svein ekki langan tíma að hafa áhrif á leikinn, en hann lagði upp 2-2 markið með sinni fyrstu snertingu í leiknum.

„Þetta var með þeim fyrstu allavega. Eins og ég segi, ég er ekki búinn að spila mikið, og það er ógeðslega gaman að koma inn, sérstaklega að skipta máli þegar ég kem inn."

Sveinn Gísli hefur mikið verðir orðaður á lán í hin og þessi félög í Bestu deildinni. Hann hefur ekki fengið að spila mikið hjá Víking og því mögulegt að hann fari í glugganum.

„Ég er ekki búinn að taka neinar ákvarðanir og við sjáum bara til hvað gerist á næstu dögum þangað til að gluggin lokar." Næsta verkefni hjá Víking er Evrópuleikur á fimmtudaginn og það er óvíst hvort Sveinn fari með. „Ég þori ekki að segja neitt, en jú það gæti verið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner