Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 05. ágúst 2024 22:35
Haraldur Örn Haraldsson
Sveinn Gísli: Gaman að fá loksins að spila eitthvað
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Sveinn Gísli Þorkelsson leikmaður Víkings kom inn af bekknum í dag gegn FH og lagði upp 2 mörk í 3-2 sigri. Hann hefur lítið komið við sögu fyrir Víkinga á tímabilinu en hann var ánægður með sigurinn í kvöld og að fá að spila.


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Þetta var bara ógeðslega gaman og gaman að fá að loksins spila eitthvað."

Staðan var orðin 2-1 fyrir FH eftir aðeins 11 mínútur af leiknum. Sveinn þurfti að sætta sig við þarna í byrjun að sitja á bekknum og horfa á.

„Þetta var skemmtilegur leikur til að byrja með. Það var kannski smá þreyta í mönnum eða eitthvað svoleiðis, en þegar þeir kveikja á sér þá er þetta bara sí svona sko."

Það tók Svein ekki langan tíma að hafa áhrif á leikinn, en hann lagði upp 2-2 markið með sinni fyrstu snertingu í leiknum.

„Þetta var með þeim fyrstu allavega. Eins og ég segi, ég er ekki búinn að spila mikið, og það er ógeðslega gaman að koma inn, sérstaklega að skipta máli þegar ég kem inn."

Sveinn Gísli hefur mikið verðir orðaður á lán í hin og þessi félög í Bestu deildinni. Hann hefur ekki fengið að spila mikið hjá Víking og því mögulegt að hann fari í glugganum.

„Ég er ekki búinn að taka neinar ákvarðanir og við sjáum bara til hvað gerist á næstu dögum þangað til að gluggin lokar." Næsta verkefni hjá Víking er Evrópuleikur á fimmtudaginn og það er óvíst hvort Sveinn fari með. „Ég þori ekki að segja neitt, en jú það gæti verið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner