Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
   mán 05. ágúst 2024 22:35
Haraldur Örn Haraldsson
Sveinn Gísli: Gaman að fá loksins að spila eitthvað
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Sveinn Gísli Þorkelsson leikmaður Víkings kom inn af bekknum í dag gegn FH og lagði upp 2 mörk í 3-2 sigri. Hann hefur lítið komið við sögu fyrir Víkinga á tímabilinu en hann var ánægður með sigurinn í kvöld og að fá að spila.


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Þetta var bara ógeðslega gaman og gaman að fá að loksins spila eitthvað."

Staðan var orðin 2-1 fyrir FH eftir aðeins 11 mínútur af leiknum. Sveinn þurfti að sætta sig við þarna í byrjun að sitja á bekknum og horfa á.

„Þetta var skemmtilegur leikur til að byrja með. Það var kannski smá þreyta í mönnum eða eitthvað svoleiðis, en þegar þeir kveikja á sér þá er þetta bara sí svona sko."

Það tók Svein ekki langan tíma að hafa áhrif á leikinn, en hann lagði upp 2-2 markið með sinni fyrstu snertingu í leiknum.

„Þetta var með þeim fyrstu allavega. Eins og ég segi, ég er ekki búinn að spila mikið, og það er ógeðslega gaman að koma inn, sérstaklega að skipta máli þegar ég kem inn."

Sveinn Gísli hefur mikið verðir orðaður á lán í hin og þessi félög í Bestu deildinni. Hann hefur ekki fengið að spila mikið hjá Víking og því mögulegt að hann fari í glugganum.

„Ég er ekki búinn að taka neinar ákvarðanir og við sjáum bara til hvað gerist á næstu dögum þangað til að gluggin lokar." Næsta verkefni hjá Víking er Evrópuleikur á fimmtudaginn og það er óvíst hvort Sveinn fari með. „Ég þori ekki að segja neitt, en jú það gæti verið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner