Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   mán 05. ágúst 2024 22:35
Haraldur Örn Haraldsson
Sveinn Gísli: Gaman að fá loksins að spila eitthvað
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Sveinn Gísli Þorkelsson leikmaður Víkings kom inn af bekknum í dag gegn FH og lagði upp 2 mörk í 3-2 sigri. Hann hefur lítið komið við sögu fyrir Víkinga á tímabilinu en hann var ánægður með sigurinn í kvöld og að fá að spila.


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Þetta var bara ógeðslega gaman og gaman að fá að loksins spila eitthvað."

Staðan var orðin 2-1 fyrir FH eftir aðeins 11 mínútur af leiknum. Sveinn þurfti að sætta sig við þarna í byrjun að sitja á bekknum og horfa á.

„Þetta var skemmtilegur leikur til að byrja með. Það var kannski smá þreyta í mönnum eða eitthvað svoleiðis, en þegar þeir kveikja á sér þá er þetta bara sí svona sko."

Það tók Svein ekki langan tíma að hafa áhrif á leikinn, en hann lagði upp 2-2 markið með sinni fyrstu snertingu í leiknum.

„Þetta var með þeim fyrstu allavega. Eins og ég segi, ég er ekki búinn að spila mikið, og það er ógeðslega gaman að koma inn, sérstaklega að skipta máli þegar ég kem inn."

Sveinn Gísli hefur mikið verðir orðaður á lán í hin og þessi félög í Bestu deildinni. Hann hefur ekki fengið að spila mikið hjá Víking og því mögulegt að hann fari í glugganum.

„Ég er ekki búinn að taka neinar ákvarðanir og við sjáum bara til hvað gerist á næstu dögum þangað til að gluggin lokar." Næsta verkefni hjá Víking er Evrópuleikur á fimmtudaginn og það er óvíst hvort Sveinn fari með. „Ég þori ekki að segja neitt, en jú það gæti verið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir