Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 05. október 2020 17:08
Ívan Guðjón Baldursson
Tiemoue Bakayoko til Napoli (Staðfest)
Napoli er búið að tryggja sér franska miðjumanninn Tiemoue Bakayoko á lánssamningi frá Chelsea.

Bakayoko var eftirsóttur af PSG og AC Milan í sumar en endaði að lokum hjá Napoli þar sem hann endursameinast fyrrum þjálfara sínum hjá Milan, Gennaro Gattuso.

Bakayoko er 26 ára gamall og á tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea. Hann kostaði um 40 milljónir punda þegar hann gekk í raðir félagsins fyrir þremur árum og varð um leið næstdýrasti leikmaður í sögu Chelsea, sem hann er ekki lengur.

Bakayoko gerði garðinn frægan með Mónakó en þessi Frakki á aðeins einn A-landsleik að baki.

Napoli fær engan kaupmöguleika með Bakayoko, sem mun berjast við Stanislav Lobotka og Diego Demme um sæti í byrjunarliðinu. Ítalska félagið greiðir 5 milljónir evra fyrir lánssamninginn.




Athugasemdir
banner