Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 05. október 2024 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Kvenaboltinn
Kristín Dís Árnadóttir.
Kristín Dís Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fer fram einn stærsti leikur síðari ára í fótboltanum á Íslandi þegar Valur og Breiðablik eigast við í lokaumferð Bestu deildar kvenna.

Þetta er leikur sem mun skera úr um það hvaða lið verður Íslandsmeistari; tvö langbestu lið landsins að mætast og það munar aðeins einu stigi á þeim.

Við á Fótbolta.net fengum Kristínu Dís Árnadóttur, varnarmann Breiðabliks, til að sýna okkur frá degi í lífi sínu núna í vikunni fyrir leik. Hún fékk DJI Osmo Action í hendurnar og notaði hana í gegnum daginn.

Í myndbandinu hér að ofan fáum við að skyggnast á bak við tjöldin hjá Kristínu sem er lykilkona í liði Blika. Við fáum meðal annars skemmtilegt innlit á æfingu hjá Breiðabliki þar sem við fylgjumst meðal annars með æsispennandi sláarkeppni.

Leikurinn á eftir fer af stað klukkan 16:15 á Hlíðarenda. Sláum áhorfendametið, allir á völlinn!
Athugasemdir
banner
banner
banner