Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 05. október 2024 21:45
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain fagnar Íslandsmeistaratitlinum
Nik Chamberlain fagnar Íslandsmeistaratitlinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks ber nafnbótina Íslandsmeistari eftir markalaust jafntefli Vals og Breiðabliks á N1 Vellinum fyrr í dag. Nik stýrir því liði Breiðabliks til titils á sínu fyrsta ári sem þjálfari þess. En hvernig skyldi hann kunna við nafnbótina?

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Hún er bara frábær. Þetta hefur verið löng vegferð en stelpurnar í dag voru stórkostlegar. Þær lögðu líkama sinn að veði og gæti ég ekki beðið um neitt meira frá þeim. Tvö bestu lið landsins en egar allt kemur til alls þá vorum við besta liðið í gegnum tímabilið í heild.“

Leikurinn í dag verður mögulega seint kallaður áferðarfallegur en þeim mun meira var barist á vellinum. Má í raun með sanni segja að leikmenn hafi skilið allt eftir á vellinum.

„Bæði lið, leikurinn var fullur af atvikum. Frábær dómgæsla en þeir leyfðu leiknum að fljóta og spjöld fóru á loft þegar við átti. Bæði lið fengu sín færi og það eina sem ekki kom voru mörk. Sem betur fer fengum við ekki mark á okkur og gerðum hér fyrsta jafntefli okkar á tímabilinu.“

Aðspurðum um hvort hann gæti bent á eitthvað augnablik á tímabilinu sem vendipunkt hjá liðinu í þessari baráttu við Val sagði Nik.

„Í fyrsta leik eftir bikarúrslit. Eftir leikinn var smá ræða í hringnum á vellinum. Fyrir mig var það þessi leikur gegn Þrótti þar sem liðið var frábært eftir þetta tap í úrslitum. Eftir þann sigur þá var ég viss um að við værum að fara á flug.“

Breiðablik rauf í dag þriggja ára einokun Vals á Íslandsmeistaratitlinum en hvað er næst hjá Nik og félaginu?

„Við förum í okkar frí og komum svo aftur. Ég horfi svo í hungrið. Nú unnum við titilinn og viljum vinna hann aftur á næsta ári. Ég held að ef við vinnum þá séu titlarnir orðnir 20 talsins fyrir Breiðablik og það er eitthvað sem við viljum stefna að. Við ætlum því ekki að liggja á liði okkar og halda að einn titill sé nóg heldur viljum við meira“
Athugasemdir
banner