Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 05. október 2024 21:45
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain fagnar Íslandsmeistaratitlinum
Nik Chamberlain fagnar Íslandsmeistaratitlinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks ber nafnbótina Íslandsmeistari eftir markalaust jafntefli Vals og Breiðabliks á N1 Vellinum fyrr í dag. Nik stýrir því liði Breiðabliks til titils á sínu fyrsta ári sem þjálfari þess. En hvernig skyldi hann kunna við nafnbótina?

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Hún er bara frábær. Þetta hefur verið löng vegferð en stelpurnar í dag voru stórkostlegar. Þær lögðu líkama sinn að veði og gæti ég ekki beðið um neitt meira frá þeim. Tvö bestu lið landsins en egar allt kemur til alls þá vorum við besta liðið í gegnum tímabilið í heild.“

Leikurinn í dag verður mögulega seint kallaður áferðarfallegur en þeim mun meira var barist á vellinum. Má í raun með sanni segja að leikmenn hafi skilið allt eftir á vellinum.

„Bæði lið, leikurinn var fullur af atvikum. Frábær dómgæsla en þeir leyfðu leiknum að fljóta og spjöld fóru á loft þegar við átti. Bæði lið fengu sín færi og það eina sem ekki kom voru mörk. Sem betur fer fengum við ekki mark á okkur og gerðum hér fyrsta jafntefli okkar á tímabilinu.“

Aðspurðum um hvort hann gæti bent á eitthvað augnablik á tímabilinu sem vendipunkt hjá liðinu í þessari baráttu við Val sagði Nik.

„Í fyrsta leik eftir bikarúrslit. Eftir leikinn var smá ræða í hringnum á vellinum. Fyrir mig var það þessi leikur gegn Þrótti þar sem liðið var frábært eftir þetta tap í úrslitum. Eftir þann sigur þá var ég viss um að við værum að fara á flug.“

Breiðablik rauf í dag þriggja ára einokun Vals á Íslandsmeistaratitlinum en hvað er næst hjá Nik og félaginu?

„Við förum í okkar frí og komum svo aftur. Ég horfi svo í hungrið. Nú unnum við titilinn og viljum vinna hann aftur á næsta ári. Ég held að ef við vinnum þá séu titlarnir orðnir 20 talsins fyrir Breiðablik og það er eitthvað sem við viljum stefna að. Við ætlum því ekki að liggja á liði okkar og halda að einn titill sé nóg heldur viljum við meira“
Athugasemdir