Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 06. mars 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Frændi Erling Haaland með 64 mörk í 37 leikjum
Mikil gæði í fjölskyldunni hjá Haaland
Mikil gæði í fjölskyldunni hjá Haaland
Mynd: Getty Images
Norski framherjinn Erling Braut Haaland þykir einn sá besti í heiminum dag en hann skaust ansi hratt upp á stjörnuhimininn með RB Salzburg og nú Borussia Dortmund. Frændi hans hjá Molde virðist nú fylgja honum fast á eftir.

Haaland skoraði 29 mörk í 27 leikjum með Salzburg auk þess sem hann lagði upp 7 mörk áður en hann var seldur til Borussia Dortmund í janúar á síðasta ári.

Hann hélt áfram að raða inn hjá Dortmund en þar er hann með 43 mörk og 11 stoðsendingar í aðeins 45 leikjum en hann og Kylian Mbappe hjá Paris Saint-Germain eru eftirsóttu leikmenn heims um þessar mundir.

Það er mikið af hæfileikum í fjölskyldunni en eins og mörgum er kunnugt er Alf-Inge Haaland, fyrrum leikmaður Nottingham Forest, Leeds og Manchester City, faðir Erling.

Frændi Erling úr móðurfjölskyldu, Albert Braut Tjaaland, er að gera það gott með unglinga- og varaliði Molde en hann hefur skorað 64 mörk í 37 leikjum til þessa og þykir eitt mesta efni Noregs.

Hann er aðeins 17 ára gamall en er að fara svipaða leið og frændinn. Báðir ólust upp hjá norska liðinu Bryne áður en þeir fóru til Molde.

Það verður gaman að fylgjast með Tjaaland í framtíðinni og aldrei að vita nema að þeir spili saman í framlínunni hjá norska landsliðinu í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner