Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 06. maí 2016 22:41
Arnar Daði Arnarsson
Óli Stefán: Spennustigið var mjög hátt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur viðurkenndi að það hafi verið mikill léttir að vinna fyrsta leik sumarsins í kvöld. Grindavík sigruðu Hauka á heimavelli 3-2 eftir að hafa lent undir í byrjun leiks.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 Haukar

„Það var mikilvægt fyrir okkur að ná sigri í fyrsta leik á móti frábæru og vel skipulögðu Haukaliði. Maður veit það þegar maður er að mæta Luka og félögum að við erum að fara í slagsmál. Það er mjög mikill léttir að klára þetta."

Haukar komust yfir eins og fyrr segir en Grindvíkingar svöruðu og voru komnir tveimur mörkum yfir eftir klukkutíma leik.

„Þetta er í raun eina sem þeir ógna okkur þannig séð í fyrri hálfleik. Þeir voru með langa bolta og slagsmál. Við svöruðum vel fyrir okkur og ég er mjög ánægður hvernig við brugðumst við að lenda undir. Það var mikil spenna og spennustigið var mjög hátt. Þess var ég ánægður og með fótboltann sem við spiluðum uppúr því."

„Við komum gríðarlega vel stefndir og fórum vel yfir það sem við ætluðum að gera. Ég hefði viljað fá fleiri mörk á þessum kafla. Svo komast þeir inn í leikinn og þá tekur stressið við. Sem betur fer náðum við að sigla þessu heim," sagði Óli Stefán í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner