Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 06. maí 2021 23:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta: Við erum niðurbrotnir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
„Við erum niðurbrotnir. Virkilega vonsviknir. Við verðum samt að óska Villarreal til hamingju. Við reyndum allt sem við gátum þar til flautað var af."

„Mér fannst við verðskulda að vinna leikinn en litlu atriðin skipta máli í svona einvígi,"
sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, eftir markalaust jafntefli gegn Villarreal í kvöld.

Jafnteflið þýðir að Arsenal er úr leik i Evrópudeildinni eftir 2-1 tap á Spáni í fyrri leik liðanna.

„Það breytti öllu uppleggi okkar frá því fyrir leik. Við undirbjuggum allt með Granit í þessari stöðu. Í fyrri hálfleik áttum við í erfiðleikum með boltann en það er engin afsökun," sagði Arteta en hann þurfti að gera breytingu skömmu fyrir leik þegar Granit Xhaka gat ekki tekið þátt. Inn kom Kieran Tierney.

„Við vorum ónákvæmir með boltann. Við vorum stressaðir en í seinni hálfleik stjórnuðum við leiknum."

„Það eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju við töpuðum. Við byrjuðum illa í fyrri leiknum og leikmenn eru ekki í besta standinu á þessum tímapunkti."

„Fyrir langflesta í liðinu var þetta fyrsti undanúrslitaleikurinn og þurfa leikmenn að læra."

„Við þurfum núna að koma okkur í Evrópudeildarsæti í deildinn. Þetta voru mikil vonbrigði í kvöld því við reyndum allt,"
sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner