Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fim 06. maí 2021 17:20
Ívan Guðjón Baldursson
Shane Duffy farinn snemma heim frá Celtic
Skoska stórveldið Celtic tryggði sér Shane Duffy á lánssamningi frá Brighton síðasta september.

Miðvörðurinn skoraði í fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir félagið og var með fast byrjunarliðssæti í tvo mánuði áður en hann datt úr liðinu.

Hann þótti alltof hægur og lélegur á boltanum fyrir Celtic og hefur núna ekki fengið að spila síðan í febrúar.

Duffy lenti í smávægilegum meiðslum á dögunum og hefur því ekki möguleika á að spila síðustu tvo leiki Celtic á deildartímabilinu.

Hann hefur því fengið leyfi til að halda heim til Brighton en ólíklegt er að hann fái að spila fyrir liðið undir stjórn Graham Potter.

Wayne Rooney, stjóri Derby County, hefur mikinn áhuga á Duffy sem á tvö ár eftir af samningi sínum við Brighton.
Athugasemdir