Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   þri 06. júní 2023 23:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ægir tekinn niður í viðtali: Sturluð tilfinning
Ægir fyrir miðju.
Ægir fyrir miðju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verið að spila vel að undanförnu.
Verið að spila vel að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sturluð tilfinning, geggjað að vera kominn áfram. Alltaf gaman að skora, leikurinn var virkilega erfiður og við lögðum okkur alla í þetta í dag," sagði Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR, eftir sigur gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Ægir skoraði sigurmarkið í leiknum í framlengingunni. Hann gerði mjög vel eftir undirbúning frá Benoný Breka Andréssyni.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Stjarnan

„Ég er búinn að skora núna og síðast gegn Stjörnunni, það er kannski ekki alveg alltaf, en það er gaman að skora, sama á móti hverjum það er. Það er ennþá betra að þetta eru sigurmörk. Ég get alveg skorað, ég veit það. Það sem skiptir máli er að við unnum leikinn og förum áfram."

„Ég fæ boltann rétt fyrir utan vítateig, er nálægt markinu, reyni að koma mér í skotið, kem boltanum á vinstri, hitt'ann ágætlega og hann liggur inni sem er bara geggjað. Ég er töluvert betri með hægri en ég get reddað mér með vinstri."


Ægi finnst KR á leið í rétta átt núna: „Allt að koma hjá okkur og mér líst vel á framhaldið."

Hann hefur komið að þremur mörkum í síðustu þremur leikjum. „Það er eitthvað sem ég býst við af sjálfum mér; að skora og leggja upp. Gott að það sé að tikka inn núna loksins. Það er bara tilviljun að þetta sé að detta núna. Þetta er bara að æfa vel, hugsa um sig og þetta kemur síðan bara allt á endanum held ég."

„Það verður hörku helvítis leikur og ég er bara mjög spenntur,"
sagði Ægir um að mæta Víkingi í undanúrslitum. Hér að neðan má sjá viðtal hans við RÚV eftir leik þar sem sést að Kristján Flóki Finnbogason tæklar hann í grasið í miðju viðtali.


Athugasemdir
banner
banner