Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mán 06. júlí 2020 21:39
Helga Katrín Jónsdóttir
Ingibjörg Lúcía: Manni líður aldrei vel eftir tapleik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tók í kvöld á móti Stjörnunni á Origo vellinum á Hlíðarenda í 5. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. Þar unnu stelpurnar í Val góðan 3:0 sigur og eru því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Ingibjörg Lúcía hafði þetta að segja eftir leik:

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Stjarnan

"Manni líður aldrei vel eftir tapleik en þetta var strax mun skárra en síðasti leikur. Við höfum þó ekki mikinn tíma til að dvelja við þennan leik, það er alltaf næsti."
 
"Við sköpuðum fullt af færum en náðum ekki að nýta þau. Um leið og við náðum að verða rólegri á boltann og halda aðeins stöðum þá opnaðist aðeins en þær náðu að loka vel á okkur í seinni.“

Garðbæingar voru mikið sprækari í þessum leik en í síðasta leik á móti Selfossi. Afhverju voru þær að spila betur í dag?

„Já sammála því, við vorum agaðari í þessum leik og héldum stöðu betur og það var meiri talandi í liðinu.“

Mjólkurbikarinn er næst á dagskrá þar sem Stjarnan tekur á móti Selfossi en þessi lið mættust í 4. umferð Pepsi-Max deildarinnar.
 
„Við vorum ekki góðar í þeim leik og þurfum að spila okkar bolta, vera rólegar á boltann, tala saman og gera þetta sem lið.“
 
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner