Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   þri 06. ágúst 2024 23:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi ánægður með stuðninginn - „Virkilega góður dagur fyrir KA"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA lagði Val á Greifavellinum á Akureyri í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

„Ég er gríðarlega ánægður með liðið mitt. Þetta var svona síðast þegar við mættum þeim, þá voru allir 'on' frá byrjun. Ég saknaði þess á móti KR í síðasta leik. Ég bað strákana um að sýna mér karakter í 90 mínútur sem ég fékk og mér fannst við vinna sanngjarnan sigur," sagði Haddi.

Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmarkið en hann hefur nú skorað í tveimur leikjum í röð.

„Viðar og aðrir í liðinu eru rosalega góðum stað. Við missum leikmenn út í skóla og maður er aðeins að rótera í liðinu og það eru allir að sýna að þeir eru tilbúnir að leggja sig fram. Staðan á hópnum er góð, erum með engan meiddann fyrir leikinn í dag. Þeir sem komu inn á stóðu sig vel og við vinnum sterkan sigur á móti góðu Valsliði," sagði Haddi.

Viðar Örn tognaði aftan í læri í kvöld en hann sagðist sjálfur vonast til að vera klár í næsta leik liðsins.

„Mér finnst ólíklegt að hann sé klár í næsta leik. Hins vegar held ég að þetta sé mjög lítil tognun þannig við skulum sjá til. Hann er á góðum stað eins og liðið. Við erum orðnir við sjálfir aftur og loksins getum við litið upp á við. Full stúka í dag fannst mér þegar ég horfði yfir og í lokin kemur þvílíkur kraftur með þeim þótt menn voru orðnir þreyttir þá leggja menn sig fram. Virkilega góður dagur fyrir KA í dag," sagði Haddi.

KA hefur verið orðað við Dag Inga Valsson leikmann Keflavíkur og einhverjar viðræður hafa verið í gangi.

„Hann er góður leikmaður og við höfum verið að skoða hann," sagði Haddi.


Athugasemdir