Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
   fös 06. september 2024 22:25
Stefán Marteinn Ólafsson
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Icelandair
Stefán Teitur Þórðarson í leiknum i kvöld
Stefán Teitur Þórðarson í leiknum i kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið mætti Svartfjallalandi í kvöld þegar Þjóðardeildin hóf göngu sína í kvöld.

Ísland var fyrir leikinn í kvöld eina landið sem enn átti eftir að hrósa sigri í keppninni en þar varð breyting á í kvöld. 


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Ógeðslega gaman. Frábær þrjú stig og góð liðsframmistaða hjá okkur öllum sem að skila þessum þremur stigum í dag." Stefán Teitur Þórðarson eftir leikinn í kvöld.

Stefán Teitur fékk kallið í byrjunarliðið í kvöld og skilaði heldur betur góðri frammistöðu.

„Það er bara frábært. Ég var búinn að sjá það á æfingunum í vikunni og var mjög tilbúinn og finnst ég vera tilbúinn og mér fannst ég sýna það í dag með það sem ég kem með inn í liðið og er mjög ánægður með mína frammistöðu líka." 

Stefán Teitur spilaði aftastur á miðju og var að fíla sig í því hlutverki.

„Já 100%.  Núna eftir að ég skipti til Preston þá hef ég verið að spila tvöfalda sexu þar þannig það er svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér. Það er gott að hafa tvo reynslumikla fyrir framan sig [Jóhann Berg og Gylfa Þór].

Nánar er rætt við Stefán Teit Þórðarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner