Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
   sun 06. október 2024 17:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA mistókst að koma sér í góða stöðu í baráttunni um efsta sætið í neðri hlutanum þegar liðið steinlá gegn KR á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 0 -  4 KR

„KR vann sanngjarnt fjögurra marka sigur. Við hefðum að sjálfsögðu getað skorað mörk, fáum einhver góð færi, klúðrum víti en þeir hefðu líka getað skorað meira. Í fyrsta skiptið í sumar finnst mér við ekki mæta með nógu gott hugarfar og grunngildin ekki í lagi. Ég fann það eftir það sem er búið að ganga á undanfarið með þrjá leiki á einni viku að menn gátu ekki gírað sig upp í það hugarfar sem þarf til að vinna fótboltaleiki," sagði Haddi.

Haddi gerði þrefalda breytingu í hálfleik og það skilaði smá krafti í upphafi seinni hálfleiks.

„Erum flottir í byrjun seinni hálfleiks en svo kemur þriðja markið þá deyr þetta hjá okkur. Við þurfum að muna þessa tilfinningu, það eru tveir leikir eftir, þetta er ekki gaman og ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum. Mér er alveg sama þótt það sé eitthvað eðlilegt að hugarfarið fari aðeins niður eftir svona viku þá er kærkomið frí núna svo mætum við með alvöru hugarfar í síðustu tvo leikina," sagði Haddi.

„Við viljum ná sjöunda sætinu og nú erum við að leyfa yngri mönnum og þeim sem hafa fengið minni spiltíma að koma inn. Maður vill líka að þeir fái sanngjarnan séns og komi inn í lið sem leggur sig fram. Þessi tilfinniing er ekki góð og við þurfum að breyta því strax í næsta leik."


Athugasemdir
banner