Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   sun 06. október 2024 17:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA mistókst að koma sér í góða stöðu í baráttunni um efsta sætið í neðri hlutanum þegar liðið steinlá gegn KR á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 0 -  4 KR

„KR vann sanngjarnt fjögurra marka sigur. Við hefðum að sjálfsögðu getað skorað mörk, fáum einhver góð færi, klúðrum víti en þeir hefðu líka getað skorað meira. Í fyrsta skiptið í sumar finnst mér við ekki mæta með nógu gott hugarfar og grunngildin ekki í lagi. Ég fann það eftir það sem er búið að ganga á undanfarið með þrjá leiki á einni viku að menn gátu ekki gírað sig upp í það hugarfar sem þarf til að vinna fótboltaleiki," sagði Haddi.

Haddi gerði þrefalda breytingu í hálfleik og það skilaði smá krafti í upphafi seinni hálfleiks.

„Erum flottir í byrjun seinni hálfleiks en svo kemur þriðja markið þá deyr þetta hjá okkur. Við þurfum að muna þessa tilfinningu, það eru tveir leikir eftir, þetta er ekki gaman og ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum. Mér er alveg sama þótt það sé eitthvað eðlilegt að hugarfarið fari aðeins niður eftir svona viku þá er kærkomið frí núna svo mætum við með alvöru hugarfar í síðustu tvo leikina," sagði Haddi.

„Við viljum ná sjöunda sætinu og nú erum við að leyfa yngri mönnum og þeim sem hafa fengið minni spiltíma að koma inn. Maður vill líka að þeir fái sanngjarnan séns og komi inn í lið sem leggur sig fram. Þessi tilfinniing er ekki góð og við þurfum að breyta því strax í næsta leik."


Athugasemdir
banner
banner