Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. febrúar 2023 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingahópur U19 fyrir milliriðil á Englandi
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Bologna
Mynd: Selfoss

Ólafur Ingi Skúlason er búinn að velja æfingahóp U19 ára landsliðs Íslands sem mætir til æfinga 13.-15. febrúar.


Æfingarnar fara fram í Miðgarði og eru partur af undirbúningi fyrir milliriðla undankeppni EM 2023 þar sem strákarnir munu mæta Tyrklandi, Englandi og Ungverjalandi.

Riðillinn verður spilaður á Englandi 22.-28. mars.

Í landsliðshópnum má finna marga spennandi leikmenn og þeirra á meðal er Benoný Breki Andrésson, sem hefur verið hjá Bologna að undanförnu en er orðaður við KR.

Þar má einnig finna Þorstein Aron Antonsson, sem er á mála hjá Fulham og á leiki að baki með meistaraflokkki Selfoss, og Jóhannes Kristin Bjarnason, sonur Bjarna Guðjónssonar, sem er hjá Norrköping.

Æfingahópur U19:
Benoný Breki Andrésson - Bologna
Arnar Númi Gíslason - Breiðablik
Ágúst Orri Þorsteinsson - Breiðablik
Tómas Orri Róbertsson - Breiðablik
Halldór Snær Georgsson - Fjölnir
Júlíus Mar Júlíusson - Fjölnir
Þorsteinn Aron Antonsson - Fulham
Guðmundur Rafn Ingason - Fylkir
Arnar Daníel Aðalsteinsson - Grótta
Sigurður Steinar Björnsson - Grótta
Jóhannes Kristinn Bjarnason - Norrköping
Haukur Andri Haraldsson - ÍA
Ingimar Torbjörnsson Stöle - KA
Axel Ingi Jóhannesson - Keflavík
Ásgeir Orri Magnússon - Keflavík
Adolf Daði Birgisson - Stjarnan
Guðmundur Baldvin Nökkvason - Stjarnan
Róbert Frosti Þorkelsson - Stjarnan
Sigurbergur Áki Jörundsson - Stjarnan
Ólafur Flóki Stephensen - Valur
Óliver Steinar Guðmundsson - Valur
Gísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R.
Bjarni Guðjón Brynjólfsson - Þór


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner