Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   þri 07. febrúar 2023 15:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Heiður að fá svona mörg símtöl - Fékk góða gjöf eftir skiptin
Lengjudeildin
Rasmus Christiansen.
Rasmus Christiansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding er í Lengjudeildinni.
Afturelding er í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég átti góð samtöl við Magga sérstaklega. Ég vildi prófa eitthvað nýtt, ég er búin að vera í Val í mörg ár og ég vildi hrista eitthvað upp í þessu núna," segir varnarmaðurinn Rasmus Christiansen, nýr leikmaður Aftureldingar, í viðtali við Fótbolta.net.

„Afturelding er eiginlega allt það sem ég er ekki búinn að vera að gera."

Þegar Rasmus var tilkynntur var gefið út myndband af Aftureldingu þar sem félagaskipti hans voru tengd við rithöfundana Halldór Laxness sem eiga báðir sterk tengsl við Mosfellssveit. Rasmus er gríðarlega mikið fyrir íslenskar bókmenntir en segist nú ekki hafa valið Aftureldingu út af þessum tengslum.

„Þetta er skemmtilegur plús að þessir rithöfundar koma frá þessu bæjarfélagi, en þetta er ákvörðun tekin út frá fótbolta," segir Rasmus en hann fékk góða gjöf eftir að hann skrifaði undir í Mosfellsbæ.

„Það er alveg rétt. Ég fékk áritaða bók með skilaboðum frá Jóni Kalman eftir að ég skrifaði undir. Það var skemmtilegt."

Heiður að fá svona mörg símtöl
Hann er spenntur fyrir verkefninu með Aftureldingu en hann valdi félagið þrátt fyrir áhuga frá mörgum félögum. „Fólk talar rosalega vel um félagið, leikstílinn og bæinn. Það er eitthvað sem heillaði mig - að fá nýja áskorun."

Hann fékk ekki nýjan samning hjá Val eftir mörg ár hjá félaginu. „Svona er fótboltinn. Ég var búinn að vera þarna lengi. Það var kannski líka kominn tími á að prófa eitthvað nýtt. Ég er mjög ánægður með þennan tíma."

„Ég heyrði í mörgum félögum. Það var heiður og gaman að fá svona mörg símtöl, að tala við svona mörg flott félög og flott fólk. Það var rosalega mikill heiður að það var svona mikill áhugi. Það gerði það erfitt að velja en maður þurfti að taka ákvörðun á einhverjum tímapunkti."

Hann segir að það hafi verið spennandi að prófa eitthvað alveg nýtt umhverfi. „Ég er búinn að vera í sama pakka svolítið lengi og þetta er mikil breyting. Ég vildi finna nýja áskorun og þetta var mjög skemmtilegt."

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Rasmus um hlutverk sitt í Aftureldingu og margt fleira.


Athugasemdir
banner