banner
   þri 07. febrúar 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vinicius við andstæðinga sína: Græðið aldrei eins mikið og ég
Vinícius Júnior.
Vinícius Júnior.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mallorca vann óvæntan 1-0 sigur gegn stórveldinu Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni um liðna helgi.

Það var mikill hiti í leiknum en leikmenn Mallorca reyndu að gera leikmönnum Real lífið leitt á meðan leiknum stóð.

Vinicius Junior, leikmaður Real Madrid, lét það fara mjög í taugarnar á sér en honum hefur áður lent saman við leikmenn Mallorca. Það er ekki mikill vinskapur þar á milli.

Pablo Maffeo og Antonio Raillo, tveir af leikmönnum Mallorca, hafa áður gagnrýnt Vinicius fyrir hans viðhorf. Brasilíumaðurinn sagði áður við þá að þeir væru að fara í B-deildina, þeir væru það slakir.

Í þetta skiptið skaut Vinicius aftur á þá. Samkvæmt El Chiringuito þá sagði Vinicius við þá félaga að þeir væru mjög lélegir og bætti við að þeir myndu þurfa að finna sér aðra vinnu eftir að ferli þeirra lýkur.

„Þið munuð aldrei græða eins mikinn pening og ég," á hinn 22 ára gamli Vinicius að hafa sagt.

Real Madrid er sem stendur í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, átta stigum frá Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner