Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 07. mars 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjörnulið ensku úrvalsdeildarinnar
Ruben Dias.
Ruben Dias.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Í nótt verður stjörnuleikur NBA-körfuboltans leikinn í Atlanta.

Leikurinn er haldinn ár hvert en í leikinn eru valdir bestu leikmenn deildarinnar.

Árið 2018 stakk Romelu Lukaku, þáverandi leikmaður Manchester United, upp á því að hafa stjöruleik í enska boltanum.

Í NBA er deildinni skipt upp í Austurdeild og Vesturdeild. Fjórtán leikmenn úr hverri deild komast í stjörnuleikinn, en fyrir nokkrum árum var fyrirkomulaginu breytt þannig að tveir atkvæðamestu leikmennirnir kjósa í lið. Þeir fá að velja á milli átta byrjunarliðsmanna og fjórtán varamanna.

Vefmiðillinn SportBible ákvað í dag að kasta því upp hvernig stjörnuleikurinn yrði í enska boltanum, ef suðurhluti deildarinnar og norðurhluti deildarinnar myndu mætast.

Þeir völdu Pep Guardiola (Manchester City) og Jose Mourinho (Tottenham) sem þjálfara stjörnuliðanna.

Í norðurliðinu eru fimm leikmenn frá Manchester City, þrír frá Liverpool, tveir frá Manchester United og einn frá Everton. Gert er ráð fyrir því að allir séu heilir heilsu þarna.

Norðrið: Ederson, Alexander-Arnold, Van Dijk, Dias, Shaw, De Bruyne, Fernandes, Salah, Calvert-Lewin, Aguero, Sterling.

Í suðurliðinu eru þrír úr Chelsea, tveir úr Aston Villa, tveir úr West Ham, tveir ú Tottenham, einn úr Arsenal og einn úr Leicester.

Suðrið: Martinez, James, Thiago Silva, Diop, Tierney, Kante, Soucek, Grealish, Vardy, Kane, Son.

Hvort liðið myndi vinna þennan leik?


Athugasemdir
banner
banner
banner