Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fös 07. apríl 2023 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Hlynur Freyr Karlsson (Valur)
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Góður leiðbeinandi.
Góður leiðbeinandi.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Daníel er liðsfélagi Hlyns í U19.
Arnar Daníel er liðsfélagi Hlyns í U19.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mathys Tel er mjög spennandi leikmaður.
Mathys Tel er mjög spennandi leikmaður.
Mynd: EPA
Alvöru andi á eyjunni.
Alvöru andi á eyjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Hlynur Freyr gekk í raðir Vals í vetur eftir tvö ár á Ítalíu hjá Bologna. Hann er fjölhæfur leikmaður, myndi titla sig sem hægri bakvörð en getur einnig spilað miðsvæðis.

Hann hefur fengið nokkuð stórt hlutverk hjá Val á undirbúningstímabilinu og teikn á lofti að hann muni spilað talsvert í sumar. Hann er fyrirliði U19 landsliðsins sem tryggði sér farmiða á lokamót EM í síðasta mánuði. Í dag sýnir Hlynur á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 2. sæti: Valur
Hlynur Freyr: Rétta skrefið að koma heim í meistaraflokksbolta

Fullt nafn: Hlynur Freyr Karlsson

Gælunafn: Hlynsi en er ekki hrifin af því.

Aldur: 18 ára að verða 19

Hjúskaparstaða: Á föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Sumarið 2020 á móti ÍA

Uppáhalds drykkur: Epla toppur

Uppáhalds matsölustaður: Serrano

Hvernig bíl áttu: Keyri um á Volkswagen Polo

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking bad

Uppáhalds tónlistarmaður: Gazo

Uppáhalds hlaðvarp: Dr.football

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi JR

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Til hamingju með geggjaðan árangur captain

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Fæst orð bera minnsta ábyrgð…

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Líklega Mathys Tel

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef verið heppinn með svo ótrulega marga

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Engin sérstakur læt ekki mikið fara í taugarnar á mér en Tómas Orri getur verið pirrandi fínt að vera með honum í liði.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Zlatan Ibrahimovic

Sætasti sigurinn: 0-1 sigur á Englandi og 2-0 á móti Ungverjalandi núna í undankeppninni fyrir EM

Mestu vonbrigðin: Vinna ekki ítalska titilinn með Bologna á seinasta tímabili

Uppáhalds lið í enska: Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Stórvin minn Arnar Daníel Aðalsteinsson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristian Nökkvi Hlynsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Guðmundur Baldvin Nökkvason

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi:

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Margir sem koma til greina, á eftir að kynnast þeim betur…

Uppáhalds staður á Íslandi: Hjalteyri

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Átti smá vandræðalegt moment á móti Skotlandi þegar ég var að taka innkast og hann rann úr höndunum á mér og fór lengst upp í loft.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Of margar… Þarf að borða alltaf það sama eða mjög svipaða máltíð. Tek rauðrófutöflur og fæ mer tyggjó rétt fyrir upphitun og er með tyggjóið alla upphitunina. Reyni að sleppa að hita upp í löngum sokkum.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Hef mjög gaman af Formúlunni

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Að einbeita mér að lærdómnum…

Vandræðalegasta augnablik:

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tómas Orri, Arnar Daníel og Kristian Nökkvi kæmu með mér. Það væri alvöru andi á þessari eyju og svo myndum við taka alvöru 2v2 í fótbolta.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Var mjög góður frjálsíþróttamaður

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Hólmar Örn, hvað hann hefur leiðbeint mér vel.

Hverju laugstu síðast: Hvað ég var duglegur að læra í landsliðsverkefninu.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun by a mile

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Hvernig Ronaldo er svona mikil geit.
Athugasemdir
banner
banner
banner