Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   lau 07. september 2019 19:45
Kristófer Jónsson
Emil Hallfreðs: Berum virðingu fyrir öllum andstæðingum
Icelandair
Emil spilaði 30 mínútur í dag.
Emil spilaði 30 mínútur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður þegar að íslenska landsliðið lagði lið Moldóvu af velli 3-0 í undankeppni Evrópumótsins í dag.

„Þetta gekk nokkuð vel miðað viðp hvernig við lögðum þetta upp. Við ætluðum að taka þrjú stig sem að tókst og ég held að við séum bara nokkuð sáttir." sagði Emil eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

Ísland hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni og komu sér á topp riðilsins með sigrinum í dag, að minnsta kosti tímabundið. Moldóva eru næst neðstir með þrjú stig.

„Við erum það reynslumikill hópur að við erum ekki að vanmeta andstæðinginn. Við berum virðingu fyrir öllum þeim sem að við spilum á móti og við vitum að ef við ætlum að vinna leiki þurfum við alltaf að gefa okkur 100%."

Emil Hallfreðsson er án félags þessa stundina eftir að hafa yfirgefið ítalska félagið Udinese. Hann segist ekki vera að hugsa um það þessa stundina.

„Ég ætla að einbeita mér fyrst 100% af þessu landsliðsverkefni og svo fer það bara vonandi fljótlega að skýrast eftir það." sagði Emil aðspurður um framhaldið hjá sér.

Nánar er rætt við Emil í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner