Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 07. september 2019 19:45
Kristófer Jónsson
Emil Hallfreðs: Berum virðingu fyrir öllum andstæðingum
Icelandair
Emil spilaði 30 mínútur í dag.
Emil spilaði 30 mínútur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður þegar að íslenska landsliðið lagði lið Moldóvu af velli 3-0 í undankeppni Evrópumótsins í dag.

„Þetta gekk nokkuð vel miðað viðp hvernig við lögðum þetta upp. Við ætluðum að taka þrjú stig sem að tókst og ég held að við séum bara nokkuð sáttir." sagði Emil eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

Ísland hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni og komu sér á topp riðilsins með sigrinum í dag, að minnsta kosti tímabundið. Moldóva eru næst neðstir með þrjú stig.

„Við erum það reynslumikill hópur að við erum ekki að vanmeta andstæðinginn. Við berum virðingu fyrir öllum þeim sem að við spilum á móti og við vitum að ef við ætlum að vinna leiki þurfum við alltaf að gefa okkur 100%."

Emil Hallfreðsson er án félags þessa stundina eftir að hafa yfirgefið ítalska félagið Udinese. Hann segist ekki vera að hugsa um það þessa stundina.

„Ég ætla að einbeita mér fyrst 100% af þessu landsliðsverkefni og svo fer það bara vonandi fljótlega að skýrast eftir það." sagði Emil aðspurður um framhaldið hjá sér.

Nánar er rætt við Emil í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner