Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
banner
   lau 07. september 2019 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes: Verður ekki betra en það
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur. Það er alltaf jafngaman að vinna leiki með landsliðinu. Að vinna á heimavelli, skora þrjú mörk og halda hreinu - það verður ekki betra en það," sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir sigurinn á Moldóvu í undankeppni EM 2020 í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

„Við byrjuðum leikinn illa og þeir komu okkur á óvart fyrstu mínúturnar. Eftir fyrsta markið var þetta samt aldrei spurning."

„Það var smá hökt á okkur í byrjun og pínu værukærð, en við náðum að kveikja á okkur."

Það er búið að rigna mikið í dag, en þegar leikurinn hófst voru aðstæður eins og best er á kosið.

„Við bjuggumst við miklu verra. Það var nánast logn og engin rigning. Þetta var frábært," sagði Hannes, en Ingó Veðurguð tók nokkur lög fyrir leikinn.

„Hann hlýtur að hafa beðið um þetta. Við skulum gefa honum 'credit' fyrir þetta," sagði Hannes en viðtalið er hér að ofan í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner