Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   lau 07. september 2019 19:04
Kristófer Jónsson
Kolbeinn Sigþórs: Búinn að bíða lengi eftir þessu
Icelandair
Kolbeinn fagnar marki sínu í dag.
Kolbeinn fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum þegar að íslenska karlalandsliðið vann góðan 3-0 sigur gegn Moldóvu í undankeppni Evrópumótsins 2020. Var þetta fyrsta mark Kolbeins í mótsleik í þrjú ár með landsliðinu.

„Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu, líka að byrja leik með liðinu í undankeppni. Það er bara æðislegt og gerir mikið fyrir mig. Það var gott fyrir liðið að ná fyrsta markinu." sagði Kolbeinn eftir leik.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

Kolbeinn hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli undanfarin ár og var þetta fyrsti byrjunarliðsleikur hans með landsliðinu síðan gegn Frakklandi á Evrópumótinu 2016. Kolbeinn segist vera á réttri leið í endurkomunni.

„Standið er að verða betra og betra. Ég er búinn að vera síðustu mánuði að spila 60 mínútur og ekki að pressa á mig að spila meira og þreyta mig of mikið."

Ísland hefur unnið fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum í riðlinum og skella sér á toppinn með sigrinum í dag. Frakkland og Tyrkland geta bæði jafnað Ísland af stigum sigri þau leiki sína í kvöld.

„Þetta var ákveðinn skyldusigur hérna í dag og við erum á fínu rönni. Nú þurfum við að taka sigur gegn Albönum til að hanga í toppnum. Annars gætum við hellst úr lestinni." sagði Kolbeinn að lokum en Ísland heimsækir Albaníu næstkomandi þriðjudag.

Nánar er rætt við Kolbein í spilaranum að ofan.
Athugasemdir