29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   lau 07. september 2019 19:04
Kristófer Jónsson
Kolbeinn Sigþórs: Búinn að bíða lengi eftir þessu
Icelandair
Kolbeinn fagnar marki sínu í dag.
Kolbeinn fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum þegar að íslenska karlalandsliðið vann góðan 3-0 sigur gegn Moldóvu í undankeppni Evrópumótsins 2020. Var þetta fyrsta mark Kolbeins í mótsleik í þrjú ár með landsliðinu.

„Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu, líka að byrja leik með liðinu í undankeppni. Það er bara æðislegt og gerir mikið fyrir mig. Það var gott fyrir liðið að ná fyrsta markinu." sagði Kolbeinn eftir leik.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

Kolbeinn hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli undanfarin ár og var þetta fyrsti byrjunarliðsleikur hans með landsliðinu síðan gegn Frakklandi á Evrópumótinu 2016. Kolbeinn segist vera á réttri leið í endurkomunni.

„Standið er að verða betra og betra. Ég er búinn að vera síðustu mánuði að spila 60 mínútur og ekki að pressa á mig að spila meira og þreyta mig of mikið."

Ísland hefur unnið fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum í riðlinum og skella sér á toppinn með sigrinum í dag. Frakkland og Tyrkland geta bæði jafnað Ísland af stigum sigri þau leiki sína í kvöld.

„Þetta var ákveðinn skyldusigur hérna í dag og við erum á fínu rönni. Nú þurfum við að taka sigur gegn Albönum til að hanga í toppnum. Annars gætum við hellst úr lestinni." sagði Kolbeinn að lokum en Ísland heimsækir Albaníu næstkomandi þriðjudag.

Nánar er rætt við Kolbein í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner