Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   lau 07. september 2024 19:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur
Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík heimsóttu nágranna sína í Njarðvík í dag þegar 21.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæjarhátíðin Ljósanótt er í fullu fjöri og því vel við hæfi að þessi lið myndu mætast um helgina.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Keflavík

„Ég held þetta séu rétt úrslit. Það var lítið í þessu. Lítið af færum og okkur gekk erfiðlega að koma okkur í og skapa okkur stöður til þess að búa til færi. Ég held að jafntefli hafi verið sanngjörn niðurstaða." Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag.

„Leikmönnum til varnar þá eru erfiðar aðstæður hérna. Mikið rok og boltinn mikið uppi í loftinu og mikið um stöðubaráttur og barningur. Þetta var örugglega ekkert svakalega skemmtilegur leikur að horfa á." 

„Við fengum ekki mikið. Mögulega hefðum við átt að fá víti þarna einusinni þegar boltinn fór í hendina á honum en hann dæmdi ekki. Þetta var svolítið bara stál í stál." 

Keflavík hefði með sigri í dag getað sett alvöru pressu á ÍBV og lyft sér upp fyrir þá í fyrsta sætið um stundarsakir. 

„Það var toppsæti í boði og það tókst ekki. Við mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi." 

Nánar er rætt við Harald Freyr Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner