Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
banner
   lau 07. september 2024 19:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur
Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík heimsóttu nágranna sína í Njarðvík í dag þegar 21.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæjarhátíðin Ljósanótt er í fullu fjöri og því vel við hæfi að þessi lið myndu mætast um helgina.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Keflavík

„Ég held þetta séu rétt úrslit. Það var lítið í þessu. Lítið af færum og okkur gekk erfiðlega að koma okkur í og skapa okkur stöður til þess að búa til færi. Ég held að jafntefli hafi verið sanngjörn niðurstaða." Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag.

„Leikmönnum til varnar þá eru erfiðar aðstæður hérna. Mikið rok og boltinn mikið uppi í loftinu og mikið um stöðubaráttur og barningur. Þetta var örugglega ekkert svakalega skemmtilegur leikur að horfa á." 

„Við fengum ekki mikið. Mögulega hefðum við átt að fá víti þarna einusinni þegar boltinn fór í hendina á honum en hann dæmdi ekki. Þetta var svolítið bara stál í stál." 

Keflavík hefði með sigri í dag getað sett alvöru pressu á ÍBV og lyft sér upp fyrir þá í fyrsta sætið um stundarsakir. 

„Það var toppsæti í boði og það tókst ekki. Við mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi." 

Nánar er rætt við Harald Freyr Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner