Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 07. nóvember 2019 14:15
Magnús Már Einarsson
Hamren: Jón Dagur var líka í huga mínum
Icelandair
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef þetta snerist bara um okkur þá myndi ég gefa þér tölu en ég get ekki gert það núna," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari, þegar hann var beðinn um að gefa líkur á því á skalanum 1-10 hvort Ísland komist beint á EM næsta sumar.

Hamren tilkynnti í dag hóp Ísland fyrir leikina gegn Tyrklandi og Moldóvu. Ísland þarf að vinna báða leikina og treysta á að Tyrkland misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM á næsta ári. Ef það tekst ekki mun Ísland fara í umspil um sæti á EM í mars.

Mikael Neville Anderson hefur gert góða hluti með U21 árs landsliðinu og toppliði Midtyjlland í Danmörku. Hann fær tækifærið í A-landsliðinu í komandi leikjum en fleiri leikmenn í U21 liðinu eru að banka á dyrnar.

„Við vorum til dæmis með Jón Dag með okkur í Katar í janúar. Hann er líka mjög áhugaverður leikmaður. Hann var líka í huga mínum fyrir þessa leiki. Hann gæti orðið mjög góður leikmaður. Mikael hefur spilað mjög vel, sérstaklega með Midtjylland sem er á toppnum í Danmörku," sagði Hamren.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir hann meðal annars um meiðsli leikmanna og hávaðann sem verður í leiknum gegn Tyrkjum í Istanbul í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner