Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 07. nóvember 2019 14:15
Magnús Már Einarsson
Hamren: Jón Dagur var líka í huga mínum
Icelandair
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef þetta snerist bara um okkur þá myndi ég gefa þér tölu en ég get ekki gert það núna," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari, þegar hann var beðinn um að gefa líkur á því á skalanum 1-10 hvort Ísland komist beint á EM næsta sumar.

Hamren tilkynnti í dag hóp Ísland fyrir leikina gegn Tyrklandi og Moldóvu. Ísland þarf að vinna báða leikina og treysta á að Tyrkland misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM á næsta ári. Ef það tekst ekki mun Ísland fara í umspil um sæti á EM í mars.

Mikael Neville Anderson hefur gert góða hluti með U21 árs landsliðinu og toppliði Midtyjlland í Danmörku. Hann fær tækifærið í A-landsliðinu í komandi leikjum en fleiri leikmenn í U21 liðinu eru að banka á dyrnar.

„Við vorum til dæmis með Jón Dag með okkur í Katar í janúar. Hann er líka mjög áhugaverður leikmaður. Hann var líka í huga mínum fyrir þessa leiki. Hann gæti orðið mjög góður leikmaður. Mikael hefur spilað mjög vel, sérstaklega með Midtjylland sem er á toppnum í Danmörku," sagði Hamren.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir hann meðal annars um meiðsli leikmanna og hávaðann sem verður í leiknum gegn Tyrkjum í Istanbul í næstu viku.
Athugasemdir
banner