Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. febrúar 2023 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skaut á bæjaryfirvöld - „Það ásamt fleiru er ástæðan fyrir því að Vestri hefur ekki náð lengra"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Pétur Bjarnason samdi fyrir áramót við Fylki eftir að hafa allan sinn feril leikið með fyrst BÍ/Bolungarvík og svo Vestra. Í viðtali í kjölfar skiptanna skaut hann á bæjaryfirvöld hjá Ísjafjarðabæ vegna aðstöðuleysis Vestra.

Er erfitt að fara frá Vestra?

„Já og nei. Allir mínir bestu vinir mínir eru í þessu liði, ég er alltaf búinn að vera þarna, gott að vera í Vestra. Það er mikið af góðu fólki í kringum klúbbinn, mjög metnaðarfullir þjálfarar og stjórn. En það er nú bara þannig að það virðist ekki vera áhugi hjá þeim sem einhverju ráða í þessu bæjarfélagi að bæta aðstöðuna sem í boði er á veturna - sem er enginn. Það er sorglegt ár eftir ár að bjóða upp á æfingar á þessu ónýta gervigrasi og vera bara á parketinu allan veturinn. Það var alveg erfitt að taka þessa ákvörðun en ég er mjög sáttur með hana í dag."

Er það alveg skýrt frá þér séð að aðstöðuleysið gerir félaginu erfiðara fyrir að komast upp í efstu deild?

„Já, 100%, að öllu leyti. Menn eru bara á hlaupabrettinu fyrir vestan ef þú ætlar að búa þar á veturna. Menn eru að koma seint klárir inn í mótið, það hefur oft verið saga Vestra að vera svolítið hægir í gang."

Hvernig hefur verið að taka þátt í þessu verkefni, mikið aðstöðuleysi, en mikið lagt í félagið og ákveðin krafa sett á árangur?

„Þessi metnaður frá stjórninni og Samm er aðdáunarverður. Það er mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu, mjög vel hugsað um alla leikmennina og mjög vel haldið utan um allt þarna. En þeir fá ekki stuðning frá bænum. Það ásamt fleiru er ástæðan fyrir því að Vestri hefur ekki náð lengra," sagði Pétur.

Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan.
Gerði samkomulag við Samma - „Búinn að vonast eftir þessu síðustu ár"
Athugasemdir
banner
banner