Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
banner
   lau 08. febrúar 2025 17:02
Sölvi Haraldsson
Championship: Hádramatík á The Hawthorns - Norwich fékk jöfnunarmark á sig í lokin

Fjórir mjög áhugaverðir leikir fóru fram í ensku Championship deildinni í dag.


Sunderland og Watford mættust í háspennuleik á leikvangi ljósanna sem endaði með 2-2 jafntefli. Luke O'Nien tók forystuna eftir kortersleik fyrir heimamenn áður en Watford snéru taflinu við með mörkum sitthvoru meginn við hálfleiksflautið.

Það var síðan 22 ára gamli vinstri bakvörðurinn Dennis Cirkin sem bjargaði stigi fyrir Sunderland undir lok leiks. Lokatölur 2-2 sem þýðir að Sunderland er áfram í 4. sætinu á meðan Watford fjarlægast umspilssætin. Watford er sem stendur í 10 sæti, þremur stigum frá 6. sætinu.

Dramatíkin var allsráðandi í Championship deildinni í dag en það voru senur á The Hawthorns þegar West Bromwich Albion fengu Sheffield Wednesday í heimsókn. Heimamenn tóku forystuna þegar korter var eftir með marki frá Adam Armstrong en uglurnar jöfnuðu með marki frá Callum Paterson á 93. mínútu leiksins.

Dramatíkin var ekki búin en á 96. mínútu skoraði Jayson Molumby sigurmark heimamanna. Kyle Bartley fékk svo að líta rauða spjaldið á 99. mínútu leiksins en lokatölur 2-1, WBA í vil.

Norwich City fékk þá Derby County í heimsókn sem endaði með 1-1 jafnteflið. Josh Sargent kom kanarífuglunum yfir þegar rúmar 20 mínútur voru eftir en gestirnir fengu vítaspyrnu undir lok leiks sem Jerry Yates skoraði úr og jafnaði leikinn fyrir gestina.

Leikurinn fór að lokum 1-1 sem þýðir að Derby County er einu stigi frá öruggu sæti. Með sigri hefði Norwich farið upp í umspilssæti.

Sheffield United tóku þá sterkan 2-1 sigur á Portsmouth á heimavelli. Staðan var 1-1 þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik en Rak-Sakyi tryggði heimamönnum sigurinn þegar rúmt korter var eftir. Með þessum sigri lyftir Sheffield United sér upp í 2. sætið.

Norwich 1 - 1 Derby County

1-0 Josh Sargent ('68 )

1-1 Jerry Yates ('89 , víti)

Sheffield Utd 2 - 1 Portsmouth

1-0 Gustavo Hamer ('24 )

1-1 Connor Ogilvie ('27 )

2-1 Jesuran Rak-Sakyi ('73 )

Sunderland 2 - 2 Watford

1-0 Luke O'Nien ('16 )

1-1 Tom Dele-Bashiru ('43 , víti)

1-2 Imran Louza ('46 )

2-2 Dennis Cirkin ('89 )

West Brom 2 - 1 Sheffield Wed

1-0 Adam Armstrong ('74 )

2-0 Jayson Molumby ('90 )

2-1 Callum Paterson ('90 )


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 17 12 4 1 47 17 +30 40
2 Stoke City 17 9 3 5 25 12 +13 30
3 Middlesbrough 17 8 6 3 22 18 +4 30
4 Millwall 17 8 4 5 19 23 -4 28
5 Ipswich Town 16 7 6 3 28 16 +12 27
6 Preston NE 17 7 6 4 22 17 +5 27
7 Bristol City 17 7 5 5 25 20 +5 26
8 Derby County 17 7 5 5 24 23 +1 26
9 Birmingham 17 7 4 6 25 19 +6 25
10 Wrexham 17 6 7 4 22 19 +3 25
11 Hull City 17 7 4 6 28 29 -1 25
12 QPR 17 7 4 6 21 25 -4 25
13 Southampton 17 6 6 5 26 22 +4 24
14 Watford 17 6 6 5 23 21 +2 24
15 Leicester 17 6 6 5 20 20 0 24
16 Charlton Athletic 17 6 5 6 17 20 -3 23
17 West Brom 17 6 4 7 17 20 -3 22
18 Blackburn 16 6 1 9 16 21 -5 19
19 Swansea 17 4 5 8 16 24 -8 17
20 Portsmouth 17 4 5 8 15 24 -9 17
21 Sheffield Utd 17 5 1 11 17 26 -9 16
22 Oxford United 17 3 6 8 18 24 -6 15
23 Norwich 17 2 4 11 16 28 -12 10
24 Sheff Wed 17 1 5 11 12 33 -21 -4
Athugasemdir
banner
banner