Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 08. ágúst 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Ætlaði til Barcelona en snérist hugur
Cesar Azpilicueta er 32 ára.
Cesar Azpilicueta er 32 ára.
Mynd: EPA
Cesar Azpilicueta viðurkennir að hafa íhugað að yfirgefa Chelsea í sumar. Hann ákvað þó á endanum að gera nýjan tveggja ára samning í síðustu viku og sigla inn í nýja tíma hjá félaginu undir stjórnarformanninum Todd Boehly.

„Ég var í viðræðum við Barcelona. Eftir að við unnum HM félagsliða hugsaði ég að það væri kominn tími til að segja skilið við Chelsea, ég hafði unnið allt sem hægt væri að vinna," segir Azpilicueta sem er fyrirliði liðsins.

„Ég var samningslaus um tíma og þá veit maður ekkert hvað gerist. Ég ákvað að vera ekkert að tjá mig því það voru hvort sem er nægilega mikil óhljóð kringum mig. Ég vildi ekki gera þau verri."

„Ég fór svo á fund með nýju eigendunum. Þeir vildu halda mér hérna til að leiða liðið innan sem utan vallar. Ég vil þakka þeim fyrir. Þeir töluðu hreint út og ég fann fyrir ábyrgðartilfinningu, fjölskylda mín er ánægð hérna. Það er nýtt verkefni með nýjum leikmönnum og ungum sem eru að brjóta sér leið í gegn."

Chelsea vann nauman 1-0 sigur gegn Everton í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner