Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 08. ágúst 2022 11:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona hótar því að fara í mál við De Jong og hans teymi
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
De Jong með stuðningsmönnum Barcelona.
De Jong með stuðningsmönnum Barcelona.
Mynd: Getty Images
Joan Laporta, forseti Barcelona, leitar allra leiða til þess að lækka laun De Jong.
Joan Laporta, forseti Barcelona, leitar allra leiða til þess að lækka laun De Jong.
Mynd: EPA
Mikið hefur verið rætt og skrifað um miðjumanninn Frenke de Jong þetta sumarið.

Barcelona er að eyða miklum fjárhæðum í leikmenn en á sama tíma skuldar félagið leikmönnum sem voru fyrir hjá Katalóníustórveldinu háar fjárhæðir í laun. Miðjumaðurinn De Jong er á meðal þeirra sem á inni laun hjá félaginu; hann er sagður eiga um 18 milljónir evra inni í ógreidd laun.

Barcelona hefur verið að reyna að losa sig við De Jong í sumar, en það að Barcelona skuldi honum stóra upphæð flækir málin verulega því það þarf að nást samkomulag um þennan pening ef hann fer annað. Barcelona hefur einbeitt sér að því að kaupa nýja leikmenn í staðinn fyrir að borga þeim sem eru fyrir hjá félaginu.

Börsungar hafa þá nýverið reynt að fá De Jong til að taka á sig 50 prósent launalækkun - ofan á peninginn sem félagið skuldar honum - svo hægt sé að skrá nýja leikmenn í hópinn.

Núna segir The Athletic frá því að Barcelona sé að hóta De Jong og hans teymi lögsókn út af samningi hans. Félagið er ekki sátt með núgildandi samning og telur að samningurinn fari gegn lögum.

Barcelona er búið að rita bréf til De Jong um að félagið sé með sönnunargögn um að samningurinn sem hann skrifaði undir árið 2020 brjóti lög. De Jong minnkaði laun sín 2020/21 og 2021/22 og samþykkti þess í stað að fá hluta af launum sín greidd - alls um 18 milljónir evra - næstu fjögur tímabilin á eftir. Hann gerði þetta út af fjárhagsvandræðum félagsins og svo hægt væri að skrá alla leikmenn inn á þeim tíma.

Katalóníustórveldið vill núna að fyrri samningur hans verði tekinn aftur upp, samningurinn sem hann skrifaði undir 2019. Barcelona vill þannig einhvern veginn forðast það að borga honum þessar 18 milljónir evra sem félagið skuldar honum.

Stjórn Barcelona sem starfaði á undan núverandi stjórn telur að samningurinn sé fullkomlega löglegur.

Barcelona er að reyna að lækka launakostnað sinn með því að losa De Jong að launaskránni eða lækka laun hans. Félagið er að reyna að gera þetta til þess að það sé hægt að skrá nýja leikmenn félagsins. Stjórnendur Barcelona hafa þá reynt að fá De Jong til samþykkja mun lægri upphæð en þessar 18 milljónir evra sem félagið skuldar honum, svo hægt sé að losna við hann.

De Jong, sem er 25 ára, hefur verið sterklega orðaður við Chelsea og Manchester United í sumar en það er talið að hann hafi ekki áhuga á því að fara fyrr en hann fær þann pening sem hann á inni.

Mál Barcelona eru stórfurðuleg, en þau voru tækluð í hlaðvarpi hér á síðunni í síðustu viku. Hægt er að hlusta á það hlaðvarp hér fyrir neðan.

Sjá einnig:
Leggur til að De Jong fari í mál við Barcelona
Barcelona á gjörgæslu en hættir ekki að kaupa - Hvað er í gangi?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner