Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 08. ágúst 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Naby Keita mætir ekki aftur til æfinga hjá Werder Bremen
Naby Keita.
Naby Keita.
Mynd: Getty Images
Werder Bremen hefur gefið það út að miðjumaðurinn Naby Keita muni ekki snúa aftur til æfinga hjá félaginu.

„Hann mun leita að nýrri áskorun," segir félagið.

Keita var á síðustu leiktíð valinn versti leikmaður tímabilsins í Þýskalandi. Hann var á sínu fyrsta tímabili með Werder Bremen eftir að hafa komið til félagsins frá Liverpool.

Hann spilaði aðeins fimm leiki á tímabilinu. Hann var mikið meiddur stærstan hluta þess, en kom sér síðan í ónáð er hann neitaði að ferðast með liðinu í útileik gegn Bayer Leverkusen.

Bremen sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það sagðist ekki umbera hegðun leikmannsins og sendi hann í kjölfarið í bann út tímabilið. Nú er það ljóst að hann verður ekki áfram hjá þýska félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner