Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. september 2022 18:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin: Marquinhos byrjar vel hjá Arsenal - Roma tapaði
Marquinhos skoraði.
Marquinhos skoraði.
Mynd: EPA
Arsenal byrjar Evrópudeildina vel því liðið vann í fyrstu umferð riðlakeppninnar gegn Zürich. Leikurinn fór fram í Zürich og var það Arsenal sem komst yfir á 16. mínútu.

Þar var á ferðinni Marquinhos sem var að spila sinn fyrsta leik sinn fyrir Arsenal. Mirlind Kryeziu jafnaði leikinn fyrir heimamenn úr vítaspyrnu eftir að Eddie Nketiah braut af sér. Nketiah svaraði því með því að skora sigurmarkið á 62. mínútu.

Í Eindhoven tóku heimamenn í PSV á móti Bodö/Glimt í sama riðli. Alfons Sampsted lék allan leikinn hjá Bodö og urðu lokatölur 1-1.

Það helsta í hinum riðlunum var að Roma tapaði gegn Ludogorets í Búlgaríu og Fenerbache og Rennes unnu sigra með mörkum undir lokin. Það var Michy Batshuayi sem skoraði sigurmark Fenerbahce. Úrslitin og markaskorara má sjá hér að neðan.

Riðill A
Zurich 1 - 2 Arsenal
0-1 Marquinhos ('16 )
1-1 Mirlind Kryeziu ('44 , víti)
1-2 Edward Nketiah ('62 )

PSV 1 - 1 Bodo-Glimt
0-1 Albert Gronbaek ('44 )
1-1 Cody Gakpo ('63 )

Riðill B
AEK Larnaca 1 - 2 Rennes
0-1 Arthur Theate ('29 )
1-1 Oier ('33 )
1-2 Lorenz Assignon ('90 )

Fenerbahce 2 - 1 Dynamo K.
1-0 Gustavo Henrique ('35 )
1-1 Viktor Tsygankov ('63 )
2-1 Michy Batshuayi ('90 )

Riðill C
Ludogorets 2 - 1 Roma
1-0 Cauly ('72 )
1-1 Eldor Shomurodov ('86 )
2-1 Gustavo Nonato ('88 )

HJK Helsinki 0 - 2 Betis
0-1 Willian Jose ('45 , víti)
0-2 Willian Jose ('64 )

Riðill D
Malmo FF 0 - 2 Braga
0-1 Bruno Rodrigues ('30 )
0-2 Ricardo Horta ('70 , víti)

Union Berlin 0 - 1 St. Gilloise
0-1 Senne Lynen ('39 )
Rautt spjald: Sven Michel, Union Berlin ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner