PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
banner
   sun 08. september 2024 17:13
Daníel Smári Magnússon
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Framtíðin óljós
Lengjudeildin
Dragan fannst ósanngjarnt að sínir menn skyldu tapa í dag.
Dragan fannst ósanngjarnt að sínir menn skyldu tapa í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég ætla að byrja á að óska fyrst Þórsurum til hamingju með þrjú stig, þetta fór 2-0 en mér fannst mjög ósanngjarnt að tapa í dag,'' sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis, eftir 2-0 tap gegn Þór í Lengjudeild karla í dag. 


Lestu um leikinn: Þór 2 -  0 Dalvík/Reynir

Dalvíkurliðið fékk sannarlega sénsa til að komast á blað, en allt kom fyrir ekki. Stöngin og Aron Birkir Stefánsson, markvörður Þórs, komu í veg fyrir að gestirnir fengju tækifæri til þess að fagna marki.

„Við fáum, ef ég man rétt, fjögur dauðafæri. Þrisvar sinnum einn á móti markmanni og fjórða skiptið var skot í stöng og ég bara skil ekki hvernig við vinnum ekki þennan leik í dag,'' sagði Dragan.

Var erfitt að stappa stálinu í liðið fyrir þennan leik - þar sem að ljóst er að Dalvík/Reynir spilar í 2. deild á næstu leiktíð?

„Neinei, það var ekki erfitt. Þetta er eins og allir vita pínu "derby" leikur og nei, það var ekki erfitt að mótivera strákana.''

Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Dragan og Dalvík/Reyni? Er áhugi fyrir áframhaldandi samstarfi?

„Dalvík/Reynir er mjög flottur klúbbur og með frábæra aðstöðu. Og mjög flotta stjórn sem að vilja gera allt fyrir lið sitt, en eins og ég segi - það bara kemur í ljós,'' sagði Dragan og brosti.


Athugasemdir
banner
banner
banner