Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 08. nóvember 2022 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Heimir: Man ekki eftir því að ég hafi lent í þessu áður
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir náði stórkostlegum árangri með FH á árum áður.
Heimir náði stórkostlegum árangri með FH á árum áður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson var í kvöld staðfestur sem nýr þjálfari FH. Hann fékk höfðinglegar móttökur er hann mætti í Kaplakrika á stuðningsmannakvöldi FH-inga. Greinilegt er að stuðningsmenn eru glaðir að sjá hann aftur í Krikanum.

Er hægt að segja að Heimir sé kominn heim? „Við getum sagt það. Ég var hér í 18 ár og mér leið gríðarlega vel í félaginu. Þetta er geggjað félag. Það er frábært að vera kominn aftur."

„Aðdragandinn var mjög stuttur. Þau hringdu í mig í síðustu viku og við áttum góðan fund. Við fórum vel yfir stöðuna, liðið og svo framvegis. Við kláruðum þetta svo um helgina."

„Ég viðurkenni það að ég man ekki eftir því að ég hafi lent í þessu áður," sagði Heimir um fagnaðarlætin í salnum þegar hann gekk inn í kvöld. „Það var frábært að koma á þennan fund og ég viðurkenni að maður var auðmjúkur eftir á."

Heimir tekur við liðinu af Eiði Smára Guðjohnsen sem var sendur í leyfi undir lok síðustu leiktíðar eftir að hafa verið gripinn ölvaður undir stýri.

Sigurvin Ólafsson, sem stýrði FH undir lok síðasta tímabils eftir að Eiður fór í leyfi, verður aðstoðarmaður Heimis. Það var fjallað um það fyrr í dag að Eiður gæti snúið aftur úr leyfi og að Heimir yrði eins konar bráðabirgða þjálfari en svo verður ekki.

„Venni er frábær. Ég þjálfaði hann og við höfum spilað fótbolta saman. Við höfum svipaða sýn á fótbolta," sagði Heimir en hann og Venni eru í bumbubolta saman.

„Það hefur ekki gengið vel þegar ég þarf að dekka Venna. Ég er með mjög sterka leikmenn með mér og ég held enn að ég hafi vinninginn."

Það var tilkynnt í kvöld að Björn Daníel Sverrisson og Eggert Gunnþór Jónsson væru búnir að endursemja við félagið. Matthías Vilhjálmsson er enn samningslaus.

„Það er frábært að Bjössi og Eggert verði áfram. Þeir eru frábærir leikmenn. Matti Villa, ég talaði við hann í gærkvöldi. Ég er vongóður að hann verði áfram. Við þurfum að styrkja liðið, sérstaklega með leikmönnum á þessum millialdri. Ungir leikmenn fengu tækifæri í sumar og við þurfum líka að byggja ofan á það."

Heimir vinnur með Davíð Þór Viðarssyni, yfirmanni fótboltamála, að leikmannamálum. Davíð var leikmaður Heimis á árum áður.

„Það samstarf mun ganga vel. Ég þekki Davíð vel og hann þekkir mig vel," sagði Heimir en er hann vongóður um að fá þá leikmenn sem hann vill fá? „Já, annars þarf ég að reka Davíð," sagði Heimir léttur og hló.

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Heimir meira um tímabilið í sumar og hvað þurfi að gerast svo þetta sigursæla félag vakni á nýjan leik. Hann er mættur aftur í Krikann og telur að það henti báðum aðilum.
Athugasemdir
banner