Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
   þri 08. nóvember 2022 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Heimir: Man ekki eftir því að ég hafi lent í þessu áður
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir náði stórkostlegum árangri með FH á árum áður.
Heimir náði stórkostlegum árangri með FH á árum áður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson var í kvöld staðfestur sem nýr þjálfari FH. Hann fékk höfðinglegar móttökur er hann mætti í Kaplakrika á stuðningsmannakvöldi FH-inga. Greinilegt er að stuðningsmenn eru glaðir að sjá hann aftur í Krikanum.

Er hægt að segja að Heimir sé kominn heim? „Við getum sagt það. Ég var hér í 18 ár og mér leið gríðarlega vel í félaginu. Þetta er geggjað félag. Það er frábært að vera kominn aftur."

„Aðdragandinn var mjög stuttur. Þau hringdu í mig í síðustu viku og við áttum góðan fund. Við fórum vel yfir stöðuna, liðið og svo framvegis. Við kláruðum þetta svo um helgina."

„Ég viðurkenni það að ég man ekki eftir því að ég hafi lent í þessu áður," sagði Heimir um fagnaðarlætin í salnum þegar hann gekk inn í kvöld. „Það var frábært að koma á þennan fund og ég viðurkenni að maður var auðmjúkur eftir á."

Heimir tekur við liðinu af Eiði Smára Guðjohnsen sem var sendur í leyfi undir lok síðustu leiktíðar eftir að hafa verið gripinn ölvaður undir stýri.

Sigurvin Ólafsson, sem stýrði FH undir lok síðasta tímabils eftir að Eiður fór í leyfi, verður aðstoðarmaður Heimis. Það var fjallað um það fyrr í dag að Eiður gæti snúið aftur úr leyfi og að Heimir yrði eins konar bráðabirgða þjálfari en svo verður ekki.

„Venni er frábær. Ég þjálfaði hann og við höfum spilað fótbolta saman. Við höfum svipaða sýn á fótbolta," sagði Heimir en hann og Venni eru í bumbubolta saman.

„Það hefur ekki gengið vel þegar ég þarf að dekka Venna. Ég er með mjög sterka leikmenn með mér og ég held enn að ég hafi vinninginn."

Það var tilkynnt í kvöld að Björn Daníel Sverrisson og Eggert Gunnþór Jónsson væru búnir að endursemja við félagið. Matthías Vilhjálmsson er enn samningslaus.

„Það er frábært að Bjössi og Eggert verði áfram. Þeir eru frábærir leikmenn. Matti Villa, ég talaði við hann í gærkvöldi. Ég er vongóður að hann verði áfram. Við þurfum að styrkja liðið, sérstaklega með leikmönnum á þessum millialdri. Ungir leikmenn fengu tækifæri í sumar og við þurfum líka að byggja ofan á það."

Heimir vinnur með Davíð Þór Viðarssyni, yfirmanni fótboltamála, að leikmannamálum. Davíð var leikmaður Heimis á árum áður.

„Það samstarf mun ganga vel. Ég þekki Davíð vel og hann þekkir mig vel," sagði Heimir en er hann vongóður um að fá þá leikmenn sem hann vill fá? „Já, annars þarf ég að reka Davíð," sagði Heimir léttur og hló.

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Heimir meira um tímabilið í sumar og hvað þurfi að gerast svo þetta sigursæla félag vakni á nýjan leik. Hann er mættur aftur í Krikann og telur að það henti báðum aðilum.
Athugasemdir