Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
   fös 08. desember 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd til í að selja Casemiro, Varane og Sancho
Powerade
Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro er til sölu.
Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro er til sölu.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur áhuga á Branthwaite.
Tottenham hefur áhuga á Branthwaite.
Mynd: Getty Images
Newcastle og Man Utd leiða kapphlaupið um Guirassy.
Newcastle og Man Utd leiða kapphlaupið um Guirassy.
Mynd: Getty Images
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan föstudag. Ofboðslega margir athyglisverðir leikir í enska boltanum framundan um helgina. En fyrst á dagskrá er slúðrið. Casemiro, Sancho, Branthwaite, Guehi, Andre, Guirassy, Werner, Davies,

Manchester United er tilbúið að hlusta á tilboð í brasilíska miðjumanninn Casemiro (30), franska varnarmanninn Raphael Varane (30) og enska vængmanninn Jadon Sancho (23) en Erik ten Hag ætlar að reyna að minnka hópinn. (Independent)

Tafir hafa orðið á kaupum breska auðkýfingsins Sir Jim Ratcliffe á 25% hlut í Manchester United af lagalegum ástæðum. (Mail)

Miðverðirnir Jarrad Branthwaite (21) hjá Everton og Marc Guehi (23) hjá Crystal Palace eru ofarlega á óskalista Ange Postecoglou stjóra Tottenham. (Sky Sports)

Dele Alli (27) miðjumaður Everton er nálægt því að snúa aftur til æfinga, hann hefur enn ekki náð að spila á þessu tímabili. (Times)

Liverpool fylgist með franska varnarmanninum Maxence Lacroix (23) hjá Wolfsburg og íhugar að gera tilboð í ljósi meiðsla Joel Matip. (Sun)

Chelsea ætlar að hafna öllum tilboðum sem berast í albanska sóknarmanninn Armando Broja (22) í janúar. Fulham hefur áhuga á honum. (Football Insider)

Fulham hefur sett brasilíska miðjumanninn Andre (22) hjá Fluminense efstan á blað ef portúgalski miðjumaðurinn Joao Palhinha (28) yfirgefur félagið í janúar. (Telegraph)

Mikel Arteta stjóri Arsenal vill fá Palhinha en tími Thomas Partey (28) hjá félaginu er líklega senn á enda. (Mirror)

Manchester United og Newcastle leiða kapphlaupið um Serhou Guirassy (27) sóknarmann Stuttgart. (Football Insider)

Colorado Rapids í MLS-deildinni er í viðræðum við Manchester City um bandaríska markvörðinn Zack Steffen (28). (Athletic)

Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot (28) mun hafna tilboðum frá ensku úrvalsdeildinni og skrifa undir nýjan samning við Juventus. (Gazzetta Dello Sport)

Lyon er opuð fyrir því að selja franska framherjann Rayan Cherki (20) í janúar en West Ham og Chelsea hafa áhuga. (Footmercato)

RB Leipzig hefur tilkynnt þýska framherjanum Timo Werner (27) að hann gæti yfirgefið félagið á lánssamningi í janúar. Hvorki Manchester United né Real Madrid eru líkleg til að sækjast eftir því að fá hann. (Bild)

Spænski sóknarleikmaðurinn Ferran Torres (23) hefur tjáð Xavi, stjóra sínum hjá Barcelona, að hann er tryggur félaginu og vilji ekki fara í janúar. (Mundo Deportivo)

Sunderland ræðir við sænska þjálfarann Kim Hellberg um að verða næsti stjóri. Hellberg er að yfirgefa IFK Varnamo. (Times)

Spænski varnarmaðurinn Jonny Otto (29) ræðir við Wolves um framtíð sína hjá félaginu en hann hefur verið settur til hliðar vegna hegðunar á æfingasvæðinu. (Express & Star)

Franski markvörðurinn Mike Maignan (28) íhugar framtíð sína hjá AC Milan eftir að samningaviðræður sigldu í strand. Chelsea, Bayern München og Paris St-Germain fylgjast öll með þróun mála. (90min)

Real Madrid horfir til Alphonso Davies (23) sem langtímalausnar í vinstri bakvörðinn. Bayern München hefur áhyggjur af því að geta ekki gengið að launakröfum kanadíska varnarmannsins í framtíðinni. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner