Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. maí 2019 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Lið 2. umferðar - Fyrrum flugfreyjan í miðverðinum
Guðný Árnadóttir er í liði umferðarinnar.
Guðný Árnadóttir er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik KR og Vals.
Úr leik KR og Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
2. umferðin í Pepsi Max-deild kvenna fór fram á þriðjudag og miðvikudag í þessari viku.

Ekki er hægt að segja að mörg óvænt úrslit hafi litið dagsins ljós í 2. umferðinni en þess má til gamans geta að Hörður Snævar Jónsson ritstjóri 433.is spáði öllum leikjunum rétt í spánni fyrir umferðina.


Umferðin hófst á 2-0 sigri ÍBV í Keflavík þar sem Sigríður Lára Garðarsdóttir og Cloé Lacasse voru bestar á vellinum. Jón Ólafur Daníelsson er þjálfari umferðarinnar þrátt fyrir að vera ekki á leikskýrslu.

Dóra María Lárusdóttir var best allra á KR-vellinum þegar Valur kom í heimsókn og vann öruggan 3-0 sigur. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö fyrir Val í leiknum, það seinna úr vítaspyrnu og þá var Guðný Árnadóttir örugg í vörninni.

Í markinu er hin unga og efnilega, Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem hafði nóg að gera í 2-0 tapi Fylki gegn Þór/KA. Andrea Mist Pálsdóttir átti mjög góðan leik fyrir Þór/KA og síðan kemur það fáum á óvart að Sandra Mayor sé í liði umferðarinnar.

Í vörninni eru tveir leikmenn frá Stjörnunni sem ekki enn hefur fengið mark á sig í deildinni eftir tvo 1-0 sigra. Sóley Guðmundsdóttir var með fyrirliðabandið í sigri á HK/Víkingi í fjarveru Önnu Maríu Baldursdóttur. Inn fyrir Önnu kom síðan Edda María Birgisdóttir eftir nokkra ára fjarveru á knattspyrnuvellinum. Í viðtali eftir leikinn sagðist hún hafa ákveðið að byrja aftur eftir að WOW fór á hausinn.

Á Selfossi var Berglind Björg Þorvaldsdóttir öflug en hún skoraði mark og lagði upp annað í leiknum í 4-1 sigri Breiðabliks.

Sjá einnig:
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner