Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
Sterkastur í 26. umferð - Þetta var skrifað í skýin
Jökull: Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Arnar Gunnlaugs: Þynnka er svo léleg afsökun
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Birkir Már: Það var enginn að pæla í því að þeir hefðu skorað
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Eiður Aron: Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Raggi Sig: Karaktersigur
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Hemmi Hreiðars: Þetta var upp á líf og dauða
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
   fös 09. júní 2023 21:38
Matthías Freyr Matthíasson
Jón Þór: Það þarf að fagna sigrum þegar þeir koma
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Heldur betur, það þarf að fagna sigrunum þegar þeir koma. Það er búið að vera mikil pressa á liðinu og þetta hefur verið þungt og við erum særðir sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 0 -1 sigur á Ægi í Þorlákshöfn í kvöld og augljóst var að sigurinn skipti miklu máli fyrir Skagamenn sem fögnuðu duglega í leikslok.

Lestu um leikinn: Ægir 0 -  1 ÍA

Það voru færi á báða bóga á tímabili, bæði liðin fengu færi og Árni Marínó var frábær í dag ásamt vörninni allri og mér fannst sóknarleikur okkar líka beittur og góður nánast allan leikinn. Bæði liðin hefðu getað skorað og það hefðu geta komið fleiri mörk í þennan leik en á endanum fannst mér þetta sanngjarn sigur. Verðskuldaður og kærkominn.

Þetta er ekki byrjunin á mótinu sem ætluðum okkur. Við ætluðum okkur að vera komin með fleiri stig á þessum tímapunkti, það er alveg klárt. Auðvitað, þetta skiptir menn máli og þetta er búið að vera þungt en allt hrós á strákana.

Þetta er gríðarlega erfiður völlur til að koma á og þó að Ægir sé ennþá að leita að fyrsta sigrinum að þá held ég að það sé mjög stutt í hann, þetta er hörkulið eins og þessi deild er að spilast. Hún er mjög jöfn og það er ekkert gefið neinsstaðar.

Nánar er rætt við Jón Þór hér að ofan, meðal annars um nærveru Sigga Jóns á bekknum hjá ÍA og meiðsli leikmanna. 


Athugasemdir
banner
banner
banner