Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fös 09. júní 2023 21:38
Matthías Freyr Matthíasson
Jón Þór: Það þarf að fagna sigrum þegar þeir koma
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Heldur betur, það þarf að fagna sigrunum þegar þeir koma. Það er búið að vera mikil pressa á liðinu og þetta hefur verið þungt og við erum særðir sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 0 -1 sigur á Ægi í Þorlákshöfn í kvöld og augljóst var að sigurinn skipti miklu máli fyrir Skagamenn sem fögnuðu duglega í leikslok.

Lestu um leikinn: Ægir 0 -  1 ÍA

Það voru færi á báða bóga á tímabili, bæði liðin fengu færi og Árni Marínó var frábær í dag ásamt vörninni allri og mér fannst sóknarleikur okkar líka beittur og góður nánast allan leikinn. Bæði liðin hefðu getað skorað og það hefðu geta komið fleiri mörk í þennan leik en á endanum fannst mér þetta sanngjarn sigur. Verðskuldaður og kærkominn.

Þetta er ekki byrjunin á mótinu sem ætluðum okkur. Við ætluðum okkur að vera komin með fleiri stig á þessum tímapunkti, það er alveg klárt. Auðvitað, þetta skiptir menn máli og þetta er búið að vera þungt en allt hrós á strákana.

Þetta er gríðarlega erfiður völlur til að koma á og þó að Ægir sé ennþá að leita að fyrsta sigrinum að þá held ég að það sé mjög stutt í hann, þetta er hörkulið eins og þessi deild er að spilast. Hún er mjög jöfn og það er ekkert gefið neinsstaðar.

Nánar er rætt við Jón Þór hér að ofan, meðal annars um nærveru Sigga Jóns á bekknum hjá ÍA og meiðsli leikmanna. 


Athugasemdir
banner
banner