Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 09. júní 2023 21:38
Matthías Freyr Matthíasson
Jón Þór: Það þarf að fagna sigrum þegar þeir koma
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Heldur betur, það þarf að fagna sigrunum þegar þeir koma. Það er búið að vera mikil pressa á liðinu og þetta hefur verið þungt og við erum særðir sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 0 -1 sigur á Ægi í Þorlákshöfn í kvöld og augljóst var að sigurinn skipti miklu máli fyrir Skagamenn sem fögnuðu duglega í leikslok.

Lestu um leikinn: Ægir 0 -  1 ÍA

Það voru færi á báða bóga á tímabili, bæði liðin fengu færi og Árni Marínó var frábær í dag ásamt vörninni allri og mér fannst sóknarleikur okkar líka beittur og góður nánast allan leikinn. Bæði liðin hefðu getað skorað og það hefðu geta komið fleiri mörk í þennan leik en á endanum fannst mér þetta sanngjarn sigur. Verðskuldaður og kærkominn.

Þetta er ekki byrjunin á mótinu sem ætluðum okkur. Við ætluðum okkur að vera komin með fleiri stig á þessum tímapunkti, það er alveg klárt. Auðvitað, þetta skiptir menn máli og þetta er búið að vera þungt en allt hrós á strákana.

Þetta er gríðarlega erfiður völlur til að koma á og þó að Ægir sé ennþá að leita að fyrsta sigrinum að þá held ég að það sé mjög stutt í hann, þetta er hörkulið eins og þessi deild er að spilast. Hún er mjög jöfn og það er ekkert gefið neinsstaðar.

Nánar er rætt við Jón Þór hér að ofan, meðal annars um nærveru Sigga Jóns á bekknum hjá ÍA og meiðsli leikmanna. 


Athugasemdir
banner
banner