Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fös 09. júní 2023 14:12
Elvar Geir Magnússon
Phil Neville í þjálfarateymi Kanada
Mynd: Getty Images
Phil Neville er kominn í nýtt starf í fótboltanum aðeins viku eftir að hann var rekinn frá bandaríska félaginu Inter Miami.

Þessi fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins er kominn í þjálfarateymi kanadíska landsliðsins.

Hann verður einn af aðstoðarmönnum Englendingsins John Herdman sem stýrir kanadíska liðinu.

Neville tekur strax til starfa og verður í kanadíska teyminu í úrslitakeppni Concacaf Þjóðadeildarinnar í Las Vegas. Kanada mætir Panama í undanúrslitum en sigur þar gefur sæti í úrslitaleik gegn Bandaríkjunum eða Mexíkó.
Athugasemdir
banner
banner