Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 09. júlí 2024 14:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Byrjaði að æfa á fullu eftir viku frí - „Hugsa minn gang eftir verkefnið"
Icelandair
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur á æfingunni í dag.
Hildur á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að koma saman með liðinu. Það er skemmtilegt að hitta alla og það er góð stemning," sagði Hildur Antonsdóttir, miðjumaður landsliðsins, við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

Hildur er án félags eftir að hafa yfirgefið Fortuna Sittard í Hollandi en hún hefur verið við æfingar hér á Íslandi í lengri tíma en flestar aðrar landsliðskonurnar.

„Ég tók mér alveg viku frí (eftir síðasta glugga) og svo byrjaði ég að æfa sjálf með því að hlaupa og lyfta. Síðustu tvær vikur höfum við svo verið að koma inn á æfingar með Gunný og Steina. Við höfum verið sex eða eitthvað."

„Það hefur verið skemmtilegt en mér fannst gaman í gær þegar við vorum allar 23 saman á æfingu."

Hildur kveðst spennt fyrir komandi verkefni en hún ætlar að bíða með að velja nýtt félag á meðan landsliðsverkefnið er í gangi.

„Ég er ekkert að pæla í því núna, ég er bara að fókusa á landsliðið og fer svo að hugsa minn gang eftir verkefnið. Það hafa einhver félög heyrt í mér frá mismunandi deildum en ég hef bara viljað fókusa á þetta verkefni. Svo þarf ég að skoða allt eftir það."

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner