Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   þri 09. júlí 2024 14:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Byrjaði að æfa á fullu eftir viku frí - „Hugsa minn gang eftir verkefnið"
Icelandair
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur á æfingunni í dag.
Hildur á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að koma saman með liðinu. Það er skemmtilegt að hitta alla og það er góð stemning," sagði Hildur Antonsdóttir, miðjumaður landsliðsins, við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

Hildur er án félags eftir að hafa yfirgefið Fortuna Sittard í Hollandi en hún hefur verið við æfingar hér á Íslandi í lengri tíma en flestar aðrar landsliðskonurnar.

„Ég tók mér alveg viku frí (eftir síðasta glugga) og svo byrjaði ég að æfa sjálf með því að hlaupa og lyfta. Síðustu tvær vikur höfum við svo verið að koma inn á æfingar með Gunný og Steina. Við höfum verið sex eða eitthvað."

„Það hefur verið skemmtilegt en mér fannst gaman í gær þegar við vorum allar 23 saman á æfingu."

Hildur kveðst spennt fyrir komandi verkefni en hún ætlar að bíða með að velja nýtt félag á meðan landsliðsverkefnið er í gangi.

„Ég er ekkert að pæla í því núna, ég er bara að fókusa á landsliðið og fer svo að hugsa minn gang eftir verkefnið. Það hafa einhver félög heyrt í mér frá mismunandi deildum en ég hef bara viljað fókusa á þetta verkefni. Svo þarf ég að skoða allt eftir það."

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner