Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   þri 09. júlí 2024 14:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Byrjaði að æfa á fullu eftir viku frí - „Hugsa minn gang eftir verkefnið"
Icelandair
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur á æfingunni í dag.
Hildur á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að koma saman með liðinu. Það er skemmtilegt að hitta alla og það er góð stemning," sagði Hildur Antonsdóttir, miðjumaður landsliðsins, við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

Hildur er án félags eftir að hafa yfirgefið Fortuna Sittard í Hollandi en hún hefur verið við æfingar hér á Íslandi í lengri tíma en flestar aðrar landsliðskonurnar.

„Ég tók mér alveg viku frí (eftir síðasta glugga) og svo byrjaði ég að æfa sjálf með því að hlaupa og lyfta. Síðustu tvær vikur höfum við svo verið að koma inn á æfingar með Gunný og Steina. Við höfum verið sex eða eitthvað."

„Það hefur verið skemmtilegt en mér fannst gaman í gær þegar við vorum allar 23 saman á æfingu."

Hildur kveðst spennt fyrir komandi verkefni en hún ætlar að bíða með að velja nýtt félag á meðan landsliðsverkefnið er í gangi.

„Ég er ekkert að pæla í því núna, ég er bara að fókusa á landsliðið og fer svo að hugsa minn gang eftir verkefnið. Það hafa einhver félög heyrt í mér frá mismunandi deildum en ég hef bara viljað fókusa á þetta verkefni. Svo þarf ég að skoða allt eftir það."

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner