Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 09. júlí 2024 18:42
Brynjar Ingi Erluson
Real Betis kaupir Llorente frá Leeds (Staðfest)
Diego Llorente er farinn heim
Diego Llorente er farinn heim
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Betis hefur gengið frá kaupum á varnarmanninum Diego Llorente frá Leeds United.

Miðvörðurinn kom til Leeds árið 2020 en hefur spilað með Roma á láni síðasta eina og hálfa árið.

Hann hefur nú tekið ákvörðun um að fara aftur heim til Spánar en hann er genginn í raðir Real Betis.

Kaupverðið kemur ekki fram en hann gerði fjögurra ára samning við spænska félagið.

Llorente lék alls 59 leiki á fjórum árum sínum með Leeds og þá á hann 10 A-landsleiki með spænska landsliðinu.


Athugasemdir
banner
banner