Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   þri 09. júlí 2024 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Var í stúkunni í síðasta glugga - „Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir"
Icelandair
Bryndís Arna á æfingunni í dag.
Bryndís Arna á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu á Laugardalsvelli.
Frá æfingu á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög góð tilfinning. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir. Ég er búin að spila núna tvo leiki í Svíþjóð og ég er bara mjög ánægð að vera komin til baka," sagði Bryndís Arna Níelsdóttir í samtali við Fótbolta.net í dag.

Bryndís Arna er mætt aftur í landsliðið eftir að hafa glímt leiðinleg meiðsli síðustu mánuði.

Hún missti af síðasta landsliðsverkefni en hún viðbeinsbrotnaði í fyrstu umferð sænsku deildarinnar þann 14. apríl. Hún sneri aftur í lok júní. Bryndís var fyrir meiðslin búin að spila stórt hlutverk með landsliðinu í fyrstu leikjum ársins. Hún fór frá Val til Växjö eftir síðasta tímabil.

„Það var erfitt," segir Bryndís um hvernig það var að horfa á síðasta verkefni utan frá. „Þetta voru mjög mikilvægir leikir og ég vildi vera með, en ég kom í stúkuna í leiknum hér heima og var að styðja liðið þaðan."

„Það var erfitt að vera mikið einn eftir aðgerð en mamma og pabbi komu út og hjálpuðu mér. Það var mjög þægilegt. Svo voru allir í félaginu tilbúin að hjálpa mér. Endurhæfingin gekk vel. Það var gríðarlega svekkjandi að þetta gerðist í fyrsta leik í deildinni, en þetta gekk vel og ég er komin til baka. Núna er full einbeiting á að klifra upp töfluna og skora nokkur mörk."

Bryndís kann vel við lífið í atvinnumennskunni og hún er núna spennt að takast á við komandi landsliðsverkefni. Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

„Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar. Það er gaman að vera í kringum þennan góða hóp," segir Bryndís.

„Það vita allir mikilvægi þessa verkefni og að geta tryggt þetta á heimavelli á föstudaginn væri mjög sterkt. Við erum allar mjög tilbúnar og mótíveraðar að gera það," sagði Bryndís.
Athugasemdir
banner
banner