Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   þri 09. júlí 2024 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Var í stúkunni í síðasta glugga - „Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir"
Icelandair
Bryndís Arna á æfingunni í dag.
Bryndís Arna á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu á Laugardalsvelli.
Frá æfingu á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög góð tilfinning. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir. Ég er búin að spila núna tvo leiki í Svíþjóð og ég er bara mjög ánægð að vera komin til baka," sagði Bryndís Arna Níelsdóttir í samtali við Fótbolta.net í dag.

Bryndís Arna er mætt aftur í landsliðið eftir að hafa glímt leiðinleg meiðsli síðustu mánuði.

Hún missti af síðasta landsliðsverkefni en hún viðbeinsbrotnaði í fyrstu umferð sænsku deildarinnar þann 14. apríl. Hún sneri aftur í lok júní. Bryndís var fyrir meiðslin búin að spila stórt hlutverk með landsliðinu í fyrstu leikjum ársins. Hún fór frá Val til Växjö eftir síðasta tímabil.

„Það var erfitt," segir Bryndís um hvernig það var að horfa á síðasta verkefni utan frá. „Þetta voru mjög mikilvægir leikir og ég vildi vera með, en ég kom í stúkuna í leiknum hér heima og var að styðja liðið þaðan."

„Það var erfitt að vera mikið einn eftir aðgerð en mamma og pabbi komu út og hjálpuðu mér. Það var mjög þægilegt. Svo voru allir í félaginu tilbúin að hjálpa mér. Endurhæfingin gekk vel. Það var gríðarlega svekkjandi að þetta gerðist í fyrsta leik í deildinni, en þetta gekk vel og ég er komin til baka. Núna er full einbeiting á að klifra upp töfluna og skora nokkur mörk."

Bryndís kann vel við lífið í atvinnumennskunni og hún er núna spennt að takast á við komandi landsliðsverkefni. Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

„Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar. Það er gaman að vera í kringum þennan góða hóp," segir Bryndís.

„Það vita allir mikilvægi þessa verkefni og að geta tryggt þetta á heimavelli á föstudaginn væri mjög sterkt. Við erum allar mjög tilbúnar og mótíveraðar að gera það," sagði Bryndís.
Athugasemdir
banner