Anna María Friðgeirsdóttir er búin að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir 15 ár hjá Selfossi.
Anna María er uppalin hjá Selfossi og bar fyrirliðabandið liðsins um tíma þegar Selfyssingar léku í Bestu deildinni.
Hún spilaði sinn síðasta leik í gær þegar Selfoss gerði jafntefli við Grindavík og féll um leið niður í 2. deildina.
Anna María spilaði 136 leiki í efstu deild kvenna og komst þrisvar sinnum í úrslitaleik íslenska bikarsins. Fyrstu tvö skiptin, 2014 og 2015, tapaði Selfoss gegn Stjörnunni en hafði svo betur gegn KR í úrslitaleiknum 2019.
Athugasemdir