PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
banner
   mán 09. september 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Icelandair
Róbert Orri Þorkelsson.
Róbert Orri Þorkelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er virkilega spenntur fyrir því að fá annan landsleik, annan heimaleik," segir Róbert Orri Þorkelsson miðvörður U21 landsliðsins.

„Þó leikurinn gegn Dönum hafi verið góður þá er margt hægt að gera betur. Við skoðum það vel og verðum vel undirbúnir fyrir leikinn gegn Wales."

Eftir frábæran sigur gegn Danmörku á föstudaginn er íslenska U21 landsliðið að fara að mæta Wales á morgun. Leikurinn verður klukkan 16:30 á Víkingsvelli.

Wales vann Ísland 1-0 ytra í riðlinum en Ólafur Ingi og teymi hans hafa farið vel yfir þann leik.

„Það er búið að fara vel yfir þann leik og hvað við ætlum að gera betur," segir Róbert.

„Þetta verður bardagi og Íslendingar eiga að vera sterkir í þannig leikjum. Ég býst við hörkuleik og við erum mjög klárir í það."

Róbert er hjá Kongsvinger í Noregi, á láni frá Montreal, og segir það virkilega skemmtilegt að koma heim til Íslands í landsliðsverkefni.

„Það er geggjað að koma heim, hitta strákana, vera með þeim á hótelinu og tala íslensku. Þetta lífgar aðeins uppá, gott að koma heim og hitta fjölskylduna og annað."
Athugasemdir
banner
banner
banner