„Ég er virkilega spenntur fyrir því að fá annan landsleik, annan heimaleik," segir Róbert Orri Þorkelsson miðvörður U21 landsliðsins.
„Þó leikurinn gegn Dönum hafi verið góður þá er margt hægt að gera betur. Við skoðum það vel og verðum vel undirbúnir fyrir leikinn gegn Wales."
„Þó leikurinn gegn Dönum hafi verið góður þá er margt hægt að gera betur. Við skoðum það vel og verðum vel undirbúnir fyrir leikinn gegn Wales."
Eftir frábæran sigur gegn Danmörku á föstudaginn er íslenska U21 landsliðið að fara að mæta Wales á morgun. Leikurinn verður klukkan 16:30 á Víkingsvelli.
Wales vann Ísland 1-0 ytra í riðlinum en Ólafur Ingi og teymi hans hafa farið vel yfir þann leik.
„Það er búið að fara vel yfir þann leik og hvað við ætlum að gera betur," segir Róbert.
„Þetta verður bardagi og Íslendingar eiga að vera sterkir í þannig leikjum. Ég býst við hörkuleik og við erum mjög klárir í það."
Róbert er hjá Kongsvinger í Noregi, á láni frá Montreal, og segir það virkilega skemmtilegt að koma heim til Íslands í landsliðsverkefni.
„Það er geggjað að koma heim, hitta strákana, vera með þeim á hótelinu og tala íslensku. Þetta lífgar aðeins uppá, gott að koma heim og hitta fjölskylduna og annað."
Athugasemdir