Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   mán 09. september 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Icelandair
Róbert Orri Þorkelsson.
Róbert Orri Þorkelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er virkilega spenntur fyrir því að fá annan landsleik, annan heimaleik," segir Róbert Orri Þorkelsson miðvörður U21 landsliðsins.

„Þó leikurinn gegn Dönum hafi verið góður þá er margt hægt að gera betur. Við skoðum það vel og verðum vel undirbúnir fyrir leikinn gegn Wales."

Eftir frábæran sigur gegn Danmörku á föstudaginn er íslenska U21 landsliðið að fara að mæta Wales á morgun. Leikurinn verður klukkan 16:30 á Víkingsvelli.

Wales vann Ísland 1-0 ytra í riðlinum en Ólafur Ingi og teymi hans hafa farið vel yfir þann leik.

„Það er búið að fara vel yfir þann leik og hvað við ætlum að gera betur," segir Róbert.

„Þetta verður bardagi og Íslendingar eiga að vera sterkir í þannig leikjum. Ég býst við hörkuleik og við erum mjög klárir í það."

Róbert er hjá Kongsvinger í Noregi, á láni frá Montreal, og segir það virkilega skemmtilegt að koma heim til Íslands í landsliðsverkefni.

„Það er geggjað að koma heim, hitta strákana, vera með þeim á hótelinu og tala íslensku. Þetta lífgar aðeins uppá, gott að koma heim og hitta fjölskylduna og annað."
Athugasemdir
banner