Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 10. janúar 2021 10:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Klopp getur aldrei, aldrei aftur vælt yfir leikjaálagi"
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp tefldi fram sterku liði gegn Aston Villa í enska FA-bikarnum á föstudag. Aston Villa gat ekki spilað á aðalliði sínu eftir að hópsmit kom upp hjá aðalliðinu og því fengu unglingar Aston Villa tækifæri í þessum leik.

Klopp var búinn að ákveða byrjunarliðið áður en fréttirnar um Aston Villa komu upp og hann ákvað að breyta engu. Liverpool byrjaði með leikmenn eins og Fabinho, Mohamed Salah og Sadio Mane.

Andy Goldstein, þáttastjórnandi hjá Talksport útvarpsstöðinni í Bretlandi, er á þeirri skoðun að Klopp geti aldrei aftur "vælt" yfir leikjaálagi.

„Klopp getur aldrei, aldrei aftur vælt yfir leikjaálagi. Þú þarft ekki að hafa Mohamed Salah inn á vellinum. Þú þarft ekki heldur að hafa Wijnaldum eða Henderson inn á," sagði Goldstein.

„Ef einn af þessum lykilmönnum meiðist, þá getur hann aðeins kennt sjálfum sér um. Þú ert að spila á móti 16 ára krökkum!"

Leikurinn var alls ekki eins auðveldur og búist var við fyrir Liverpool. Staðan var 1-1 í hálfleik en hann endaði 4-1 fyrir Englandsmeistarana.

Klopp fór mikinn í viðtali fyrr á tímabilinu þegar hann gagnrýndi leikjaálag.
Athugasemdir
banner
banner
banner