banner
   þri 10. mars 2020 16:35
Elvar Geir Magnússon
Úrslitakeppni til að klára tímabilið á Ítalíu? - Rætt um að fresta EM um eitt ár
Mynd: Getty Images
Sett hefur verið bann á íþróttaviðburði á Ítalíu til 3. apríl og nú er verið að funda um hvernig eigi að klára tímabilið í ítölsku A-deildinni. Reynt verður að ljúka tímabilinu fyrir 31. maí.

Ljóst er að ekki verður tími til að klára alla frestuðu leikina innan þess tímaramma, svo ekki sé talað um bikarkeppnina.

Það eru nokkrir möguleikar sem verið er að ræða:

- Ekkert lið verður Ítalíumeistari en ítalska knattspyrnusambandið tilkynnir um lið sem taka þátt í Evrópukeppnum,

- Farið verður eftir töflunni eins og hún var þegar tímabilið var truflað.

- Skipuleggja sérstaka úrslitakeppni um Ítalíumeistaratitilinn og aðra úrslitakeppni til að ákveða hvaða lið falla í B-deildina.


Eftir 26 umferðir er Juventus með 63 stig á toppnum, Lazio er með 62 og Inter með 54 stig auk þess að eiga leik til góða.

Kórónaveiran hefur haft mikil áhrif á fótboltann og nú eru sögusagnir þess efnis að UEFA sé að ræða um að fresta EM landsliða um eitt ár.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner