Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   fim 29. janúar 2026 13:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Alli Jói um yfirlýsingu Þórs/KA: Mjög ánægður með stjórnina
Kvenaboltinn
Fimm nýir leikmenn kynntir í síðustu viku.
Fimm nýir leikmenn kynntir í síðustu viku.
Mynd: Þór/KA
Birgitta Rún er komin í Þór/KA.
Birgitta Rún er komin í Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Bríet er sömuleiðis komin í Þór/KA.
Elísa Bríet er sömuleiðis komin í Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
María Dögg hafði úr nokkrum möguleikum að velja en semur við Þór/KA.
María Dögg hafði úr nokkrum möguleikum að velja en semur við Þór/KA.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þór/KA tilkynnti í síðustu viku um komu fimm leikmanna til félagsins. Þrjár komu frá Tindastóli og tvær frá Bandaríkjunum.

Þær Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir (2008) eru U19 landsliðskonur og voru þær keyptar frá grönnunum frá Sauðárkróki. Sóknarmaðurinn María Dögg Jóhannesdóttir (2001) kom einnig frá Króknum, en hún var með lausan samning. Þær Erin Flurey og Allie Augur komu þá frá Bandaríkjunum. Flurey er sóknarmaður og Augur er markvörður.

Fyrir hafði Þór/KA fengið Örnu Sif Ásgrímsdóttur heim frá Val og Höllu Bríeti Kristjánsdóttur frá Völsungi.

Fótbolti.net ræddi við Aðalstein Jóhann Friðriksson, þjálfara Þórs/KA, um tíðindin.

Hvernig var að ná að tilkynna fimm nýja leikmenn í síðustu viku?

„Þetta var aðeins lengri fæðing en maður hefði viljað en eftir að þetta allt er klárt þá er maður fljótur að gleyma því og spenntur fyrir framhaldinu."

„Mér líst hrikalega vel á þetta, annað væri skrítið. En þetta eru þeir leikmenn sem við vorum með efsta á blaði hjá okkur og því frábært að það hafi gengið upp að landa þeim. Svo er bara bónus að tilkynna þær allar saman og setja smá yfirlýsingu út í loftið,"
segir Alli Jói.

Rosalega ánægð með hópinn
Hvernig líst þér á hópinn núna, er búið að sækja leikmenn i þær stöður sem þú horfðir í að styrkja?

„Við erum rosalega ánægð með hópinn okkar eins og hann er núna. Það verður hörð samkeppni um stöður í liðinu eins og á að vera í góðu liði. Mér finnst ólíklegt að það verði mikið meira að frétta af leikmannamálum hjá okkur en það á nú víst aldrei að segja aldrei í þessum heimi."

Eiga sækjast eftir því að fá bestu ungu leikmennina á svæðinu
Tvær af þeim þurfti að kaupa, ertu ánægður með metnað stjórnarinnar að hafa klárað það?

„Það er mín skoðun að Þór/KA eigi að sækjast eftir að fá til sín bestu ungu leikmennina á svæðinu í kringum okkur og það tókst svo sannarlega núna. Ég er mjög ánægður með stjórn Þór/KA já, sama hvort það sé að skapa sem besta umgjörð fyrir leikmenn eða að sækja þessa leikmenn sem við vorum að semja við."

Slúðrað hefur verið um að Tindastóll fái um eina milljón króna fyrir hvorn leikmanninn og prósentu af næstu sölu.

Þór/KA á alltaf að vera í efri hluta deildarinnar
Lítur þú á þetta sem yfirlýsingu um að liðið ætli sér hluti í efri hluta deildarinnar á komandi tímabili?

„Þór/KA á alltaf að vera í efri hlutanum og það er mikilvægt að halda vel á spilunum til að geta barist sem hæst uppi í þessari deild því að það fjölgar alltaf góðum liðum í efstu deild kvenna á Íslandi og útlit fyrir mjög spennandi tímabili í sumar."

„Það að við séum það lið sem þessir leikmenn velja segir mér að Þór/KA sé spennandi staður og leikmenn hafi trú á að hér séu tækifæri til að gera góða hluti,"
segir Alli Jói.
Athugasemdir
banner
banner