Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   lau 10. júní 2023 18:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafði möguleika á að fara annað - „Jeffsy með góða sýn á framtíð mína og liðsins"
Tóku mistökin úr sínum leik
Lengjudeildin
Baldur Hannes var fyrirliði í fjarveru Sam Hewson.
Baldur Hannes var fyrirliði í fjarveru Sam Hewson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Snær skoraði tvö mörk í dag. 'Sendingin frekar einföld og hann klárar náttúrulega mjög vel'
Aron Snær skoraði tvö mörk í dag. 'Sendingin frekar einföld og hann klárar náttúrulega mjög vel'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er mjög góð, sérstaklega eftir síðustu tvo leiki sem voru frekar erfiðir. Uppleggið í dag var að byrja leikinn vel og við vissum að við hefðum gæðin til að klára leikinn," sagði Baldur Hannes Stefánsson, leikmaður Þróttar, eftir sannfærandi heimasigur gegn Þór í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  0 Þór

„Ekkert þannig mikilvægt (að koma fyrsta markinu inn fyrir hálfleik), við bara lögðum upp með að halda markinu hreinu og gerðum það í dag. Við erum bara mjög sáttir. Við vorum aðeins öðruvísi í dag en við höfum verið, aðeins meira af löngum boltum og taka mistökin úr okkar leik. Mér fannst við standa okkur mjög vel í dag sem er mjög jákvætt."

Baldur lagði upp þriðja markið með glæsilegri sendingu inn á Aron Snæ Ingason sem kláraði svo virkilega vel.

„Það var einhver laus bolti þarna á miðjunni og ég ákvað að pressa og boltinn dettur fyrir mig. Ég veit að Aron er mjög góður í loftinu og að taka boltann niður - höfum gert það margoft á æfingum. Sendingin frekar einföld og hann klárar náttúrulega mjög vel."

„Við breyttum aðeins kerfinu núna, vorum þrír aftast og við fáum allir meira leyfi til að stíga upp á miðju og hjálpa miðjunni. Mér fannst við gera það mjög vel í dag og vitum að við þurfum að covera hvern annan þegar við gerum það."

„Við erum kannski að passa svæðin betur fyrir hvorn annan en við gerðum í fjögurra manna línu. Við fáum aðra möguleika til að spila boltanum, höfum bæði afbrigðin sem er mjög jákvætt."


Baldur er fæddur 2002 og á að baki leiki með U16-U19 landsliðunum, alls 21 unglingalandsleik. Hefur aldrei komið upp hjá honum að fara frá Þrótti?

„Það hafa aðrir möguleikar komið upp, eftir tímabilið í fyrra var ég samningslaus. En þetta verkefni hérna í Þrótti, með frábært teymi og Jeffsy með góða sýn á mína framtíð og framtíð liðsins... Mér fannst nokkurn veginn það eina í stöðunni að vera áfram og taka slaginn með Þrótti," sagði fyrirliðinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner