Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   lau 10. júní 2023 18:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafði möguleika á að fara annað - „Jeffsy með góða sýn á framtíð mína og liðsins"
Tóku mistökin úr sínum leik
Lengjudeildin
Baldur Hannes var fyrirliði í fjarveru Sam Hewson.
Baldur Hannes var fyrirliði í fjarveru Sam Hewson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Snær skoraði tvö mörk í dag. 'Sendingin frekar einföld og hann klárar náttúrulega mjög vel'
Aron Snær skoraði tvö mörk í dag. 'Sendingin frekar einföld og hann klárar náttúrulega mjög vel'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er mjög góð, sérstaklega eftir síðustu tvo leiki sem voru frekar erfiðir. Uppleggið í dag var að byrja leikinn vel og við vissum að við hefðum gæðin til að klára leikinn," sagði Baldur Hannes Stefánsson, leikmaður Þróttar, eftir sannfærandi heimasigur gegn Þór í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  0 Þór

„Ekkert þannig mikilvægt (að koma fyrsta markinu inn fyrir hálfleik), við bara lögðum upp með að halda markinu hreinu og gerðum það í dag. Við erum bara mjög sáttir. Við vorum aðeins öðruvísi í dag en við höfum verið, aðeins meira af löngum boltum og taka mistökin úr okkar leik. Mér fannst við standa okkur mjög vel í dag sem er mjög jákvætt."

Baldur lagði upp þriðja markið með glæsilegri sendingu inn á Aron Snæ Ingason sem kláraði svo virkilega vel.

„Það var einhver laus bolti þarna á miðjunni og ég ákvað að pressa og boltinn dettur fyrir mig. Ég veit að Aron er mjög góður í loftinu og að taka boltann niður - höfum gert það margoft á æfingum. Sendingin frekar einföld og hann klárar náttúrulega mjög vel."

„Við breyttum aðeins kerfinu núna, vorum þrír aftast og við fáum allir meira leyfi til að stíga upp á miðju og hjálpa miðjunni. Mér fannst við gera það mjög vel í dag og vitum að við þurfum að covera hvern annan þegar við gerum það."

„Við erum kannski að passa svæðin betur fyrir hvorn annan en við gerðum í fjögurra manna línu. Við fáum aðra möguleika til að spila boltanum, höfum bæði afbrigðin sem er mjög jákvætt."


Baldur er fæddur 2002 og á að baki leiki með U16-U19 landsliðunum, alls 21 unglingalandsleik. Hefur aldrei komið upp hjá honum að fara frá Þrótti?

„Það hafa aðrir möguleikar komið upp, eftir tímabilið í fyrra var ég samningslaus. En þetta verkefni hérna í Þrótti, með frábært teymi og Jeffsy með góða sýn á mína framtíð og framtíð liðsins... Mér fannst nokkurn veginn það eina í stöðunni að vera áfram og taka slaginn með Þrótti," sagði fyrirliðinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner