Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 10. júní 2023 18:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafði möguleika á að fara annað - „Jeffsy með góða sýn á framtíð mína og liðsins"
Tóku mistökin úr sínum leik
Lengjudeildin
Baldur Hannes var fyrirliði í fjarveru Sam Hewson.
Baldur Hannes var fyrirliði í fjarveru Sam Hewson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Snær skoraði tvö mörk í dag. 'Sendingin frekar einföld og hann klárar náttúrulega mjög vel'
Aron Snær skoraði tvö mörk í dag. 'Sendingin frekar einföld og hann klárar náttúrulega mjög vel'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er mjög góð, sérstaklega eftir síðustu tvo leiki sem voru frekar erfiðir. Uppleggið í dag var að byrja leikinn vel og við vissum að við hefðum gæðin til að klára leikinn," sagði Baldur Hannes Stefánsson, leikmaður Þróttar, eftir sannfærandi heimasigur gegn Þór í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  0 Þór

„Ekkert þannig mikilvægt (að koma fyrsta markinu inn fyrir hálfleik), við bara lögðum upp með að halda markinu hreinu og gerðum það í dag. Við erum bara mjög sáttir. Við vorum aðeins öðruvísi í dag en við höfum verið, aðeins meira af löngum boltum og taka mistökin úr okkar leik. Mér fannst við standa okkur mjög vel í dag sem er mjög jákvætt."

Baldur lagði upp þriðja markið með glæsilegri sendingu inn á Aron Snæ Ingason sem kláraði svo virkilega vel.

„Það var einhver laus bolti þarna á miðjunni og ég ákvað að pressa og boltinn dettur fyrir mig. Ég veit að Aron er mjög góður í loftinu og að taka boltann niður - höfum gert það margoft á æfingum. Sendingin frekar einföld og hann klárar náttúrulega mjög vel."

„Við breyttum aðeins kerfinu núna, vorum þrír aftast og við fáum allir meira leyfi til að stíga upp á miðju og hjálpa miðjunni. Mér fannst við gera það mjög vel í dag og vitum að við þurfum að covera hvern annan þegar við gerum það."

„Við erum kannski að passa svæðin betur fyrir hvorn annan en við gerðum í fjögurra manna línu. Við fáum aðra möguleika til að spila boltanum, höfum bæði afbrigðin sem er mjög jákvætt."


Baldur er fæddur 2002 og á að baki leiki með U16-U19 landsliðunum, alls 21 unglingalandsleik. Hefur aldrei komið upp hjá honum að fara frá Þrótti?

„Það hafa aðrir möguleikar komið upp, eftir tímabilið í fyrra var ég samningslaus. En þetta verkefni hérna í Þrótti, með frábært teymi og Jeffsy með góða sýn á mína framtíð og framtíð liðsins... Mér fannst nokkurn veginn það eina í stöðunni að vera áfram og taka slaginn með Þrótti," sagði fyrirliðinn að lokum.
Athugasemdir
banner