Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 10. júní 2023 18:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafði möguleika á að fara annað - „Jeffsy með góða sýn á framtíð mína og liðsins"
Tóku mistökin úr sínum leik
Lengjudeildin
Baldur Hannes var fyrirliði í fjarveru Sam Hewson.
Baldur Hannes var fyrirliði í fjarveru Sam Hewson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Snær skoraði tvö mörk í dag. 'Sendingin frekar einföld og hann klárar náttúrulega mjög vel'
Aron Snær skoraði tvö mörk í dag. 'Sendingin frekar einföld og hann klárar náttúrulega mjög vel'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er mjög góð, sérstaklega eftir síðustu tvo leiki sem voru frekar erfiðir. Uppleggið í dag var að byrja leikinn vel og við vissum að við hefðum gæðin til að klára leikinn," sagði Baldur Hannes Stefánsson, leikmaður Þróttar, eftir sannfærandi heimasigur gegn Þór í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  0 Þór

„Ekkert þannig mikilvægt (að koma fyrsta markinu inn fyrir hálfleik), við bara lögðum upp með að halda markinu hreinu og gerðum það í dag. Við erum bara mjög sáttir. Við vorum aðeins öðruvísi í dag en við höfum verið, aðeins meira af löngum boltum og taka mistökin úr okkar leik. Mér fannst við standa okkur mjög vel í dag sem er mjög jákvætt."

Baldur lagði upp þriðja markið með glæsilegri sendingu inn á Aron Snæ Ingason sem kláraði svo virkilega vel.

„Það var einhver laus bolti þarna á miðjunni og ég ákvað að pressa og boltinn dettur fyrir mig. Ég veit að Aron er mjög góður í loftinu og að taka boltann niður - höfum gert það margoft á æfingum. Sendingin frekar einföld og hann klárar náttúrulega mjög vel."

„Við breyttum aðeins kerfinu núna, vorum þrír aftast og við fáum allir meira leyfi til að stíga upp á miðju og hjálpa miðjunni. Mér fannst við gera það mjög vel í dag og vitum að við þurfum að covera hvern annan þegar við gerum það."

„Við erum kannski að passa svæðin betur fyrir hvorn annan en við gerðum í fjögurra manna línu. Við fáum aðra möguleika til að spila boltanum, höfum bæði afbrigðin sem er mjög jákvætt."


Baldur er fæddur 2002 og á að baki leiki með U16-U19 landsliðunum, alls 21 unglingalandsleik. Hefur aldrei komið upp hjá honum að fara frá Þrótti?

„Það hafa aðrir möguleikar komið upp, eftir tímabilið í fyrra var ég samningslaus. En þetta verkefni hérna í Þrótti, með frábært teymi og Jeffsy með góða sýn á mína framtíð og framtíð liðsins... Mér fannst nokkurn veginn það eina í stöðunni að vera áfram og taka slaginn með Þrótti," sagði fyrirliðinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner