Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
Sterkastur í 26. umferð - Þetta var skrifað í skýin
Jökull: Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Arnar Gunnlaugs: Þynnka er svo léleg afsökun
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Birkir Már: Það var enginn að pæla í því að þeir hefðu skorað
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Eiður Aron: Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Raggi Sig: Karaktersigur
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Hemmi Hreiðars: Þetta var upp á líf og dauða
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
   lau 10. júní 2023 18:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafði möguleika á að fara annað - „Jeffsy með góða sýn á framtíð mína og liðsins"
Tóku mistökin úr sínum leik
Lengjudeildin
watermark Baldur Hannes var fyrirliði í fjarveru Sam Hewson.
Baldur Hannes var fyrirliði í fjarveru Sam Hewson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Aron Snær skoraði tvö mörk í dag. 'Sendingin frekar einföld og hann klárar náttúrulega mjög vel'
Aron Snær skoraði tvö mörk í dag. 'Sendingin frekar einföld og hann klárar náttúrulega mjög vel'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er mjög góð, sérstaklega eftir síðustu tvo leiki sem voru frekar erfiðir. Uppleggið í dag var að byrja leikinn vel og við vissum að við hefðum gæðin til að klára leikinn," sagði Baldur Hannes Stefánsson, leikmaður Þróttar, eftir sannfærandi heimasigur gegn Þór í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  0 Þór

„Ekkert þannig mikilvægt (að koma fyrsta markinu inn fyrir hálfleik), við bara lögðum upp með að halda markinu hreinu og gerðum það í dag. Við erum bara mjög sáttir. Við vorum aðeins öðruvísi í dag en við höfum verið, aðeins meira af löngum boltum og taka mistökin úr okkar leik. Mér fannst við standa okkur mjög vel í dag sem er mjög jákvætt."

Baldur lagði upp þriðja markið með glæsilegri sendingu inn á Aron Snæ Ingason sem kláraði svo virkilega vel.

„Það var einhver laus bolti þarna á miðjunni og ég ákvað að pressa og boltinn dettur fyrir mig. Ég veit að Aron er mjög góður í loftinu og að taka boltann niður - höfum gert það margoft á æfingum. Sendingin frekar einföld og hann klárar náttúrulega mjög vel."

„Við breyttum aðeins kerfinu núna, vorum þrír aftast og við fáum allir meira leyfi til að stíga upp á miðju og hjálpa miðjunni. Mér fannst við gera það mjög vel í dag og vitum að við þurfum að covera hvern annan þegar við gerum það."

„Við erum kannski að passa svæðin betur fyrir hvorn annan en við gerðum í fjögurra manna línu. Við fáum aðra möguleika til að spila boltanum, höfum bæði afbrigðin sem er mjög jákvætt."


Baldur er fæddur 2002 og á að baki leiki með U16-U19 landsliðunum, alls 21 unglingalandsleik. Hefur aldrei komið upp hjá honum að fara frá Þrótti?

„Það hafa aðrir möguleikar komið upp, eftir tímabilið í fyrra var ég samningslaus. En þetta verkefni hérna í Þrótti, með frábært teymi og Jeffsy með góða sýn á mína framtíð og framtíð liðsins... Mér fannst nokkurn veginn það eina í stöðunni að vera áfram og taka slaginn með Þrótti," sagði fyrirliðinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner