Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 10. júlí 2020 21:21
Sverrir Örn Einarsson
Eiður: Fannst við lumbra á þeim
Eiður Ben Eiríksson annar af þjálfurum Vals
Eiður Ben Eiríksson annar af þjálfurum Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við koma ótrúlega vel inn í þetta og mér fannst við lumbra á þeim því þær voru bara ekkert klárar og við nýttum okkur það mjög vel,“
Sagði Eiður Ben Eiríksson annar af þjálfurum Vals eftir 3-1 sigur Vals á ÍBV í Mjólkurbikarnum í kvöld en öll mörk Vals komu á fyrstu 10 mínútum leiksins.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 ÍBV

Valur á leik gegn Fylki í næstu umferð Pepsi Max deildarinnar og fannst fréttaritara örla á að leikmenn væru að spara sig fyrir komandi átök þar.

„Mér fannst við detta klárlega niður fyrsta korterið í seinni hálfleik en auðvitað hafa þær engu að tapa þær eru 3-0 undir í hálfleik og þetta er bikarleikur og það skiptir engu máli hvort þú tapir 7-0 eða 3-0 svo við vissum alveg að þær myndu koma alveg á fullu en mér fannst við ekki bregðast nægjanlega vel við því.“

Elín Metta Jensen fékk gult spjald fyrir brot á vallarhelmingi Vals í uppbótartíma og upp úr aukaspyrnunni skoraði ÍBV sárabótarmark. Eiður og Pétur Pétursson þjálfarar Vals virtust ekkert sérstaklega hressir með það á hliðarlínunni.

„Nei það er augljóslega brotið á okkar leikmanni þarna á undan en það er ekkert endilega þetta atvik. Það eru öll atvikin sem þær eiga auglóslega að fá gult spjald fyrir og það byrjaði strax. Mér fannst þær eiginlega ekkert vera að einbeita sér að því að spila fótbolta í fyrri hálfleik. Þær voru að einbeita sér að því að sparka okkur niður og mér finnst ekki næginlega vel tekið á þessu því miður því þetta eru góðir dómarar.“

Sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars um áhuga Vals á Cloé Lacasse
Athugasemdir
banner