Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   fös 10. júlí 2020 21:21
Sverrir Örn Einarsson
Eiður: Fannst við lumbra á þeim
Eiður Ben Eiríksson annar af þjálfurum Vals
Eiður Ben Eiríksson annar af þjálfurum Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við koma ótrúlega vel inn í þetta og mér fannst við lumbra á þeim því þær voru bara ekkert klárar og við nýttum okkur það mjög vel,“
Sagði Eiður Ben Eiríksson annar af þjálfurum Vals eftir 3-1 sigur Vals á ÍBV í Mjólkurbikarnum í kvöld en öll mörk Vals komu á fyrstu 10 mínútum leiksins.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 ÍBV

Valur á leik gegn Fylki í næstu umferð Pepsi Max deildarinnar og fannst fréttaritara örla á að leikmenn væru að spara sig fyrir komandi átök þar.

„Mér fannst við detta klárlega niður fyrsta korterið í seinni hálfleik en auðvitað hafa þær engu að tapa þær eru 3-0 undir í hálfleik og þetta er bikarleikur og það skiptir engu máli hvort þú tapir 7-0 eða 3-0 svo við vissum alveg að þær myndu koma alveg á fullu en mér fannst við ekki bregðast nægjanlega vel við því.“

Elín Metta Jensen fékk gult spjald fyrir brot á vallarhelmingi Vals í uppbótartíma og upp úr aukaspyrnunni skoraði ÍBV sárabótarmark. Eiður og Pétur Pétursson þjálfarar Vals virtust ekkert sérstaklega hressir með það á hliðarlínunni.

„Nei það er augljóslega brotið á okkar leikmanni þarna á undan en það er ekkert endilega þetta atvik. Það eru öll atvikin sem þær eiga auglóslega að fá gult spjald fyrir og það byrjaði strax. Mér fannst þær eiginlega ekkert vera að einbeita sér að því að spila fótbolta í fyrri hálfleik. Þær voru að einbeita sér að því að sparka okkur niður og mér finnst ekki næginlega vel tekið á þessu því miður því þetta eru góðir dómarar.“

Sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars um áhuga Vals á Cloé Lacasse
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner